Skúbb í Sportinu í dag: Ari Freyr í viðræðum við Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2020 12:30 Ari Freyr Skúlason með fyrirliðabandið í leik á móti Belgíu á dögunum. Getty/Soccrates Rikki G. sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag að landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason sé mjög líklegur til að snúa aftur á heimaslóðir sínar í Val fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni. Íslandsmeistarar Vals virðast ætla að halda áfram að styrkja sig fyrir titilvörnina í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumar og nú lítur út fyrir það að liðið sé að fá annan landsliðsmann heim út atvinnumennsku. Arnór Smárason var kynntur í síðustu viku og nú gæti annar verið á leiðinni. Nýr þáttur af Sportinu í dag er nú kominn inn á Vísi en þar fara þeir Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. Rikki G. „skúbbaði“ því í þættinum í dag að Ari Freyr Skúlason sé í viðræðum við Valsmenn um að spila með liðinu næsta sumar. „Það eru heldur betur fréttir. Ég hugsa að deildin næsta sumar verði rosaleg,“ sagði Rikki G. sem býst við því að margir atvinnumenn gætu verið á leiðinni heim úr atvinnumennsku. „Ég fór aðeins á stúfana í gær og heyrði frá mjög svo áreiðanlegum manni sem er mjög vel tengdur Hlíðarenda að Valsmenn eru búnir að tala við og undirstinga það að Ari Frey Skúlason mæti heim næsta sumar,“ sagði Rikki G. Hér fyrir neðan má hlusta á allt Sportið í dag en þar fara strákarnir yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. „Ari Freyr er samningsbundinn Oostende í Belgíu fram í júní næsta sumar. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum en hann verður 34 ára næsta vor. Sagan segir að þeir ætli ekki að endurnýja samninginn við hann og Valur og Oostende ætli þá að reyna að finna einhvers konar millileið svo að hann geti komið mögulega í febrúar eða mars. Ari Freyr Skúlason mun snúa aftur á Hlíðarenda næsta sumar samkvæmt því sem ég heyri,“ sagði Rikki G. Ari Freyr Skúlason er uppalinn Valsmaður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2006. Áður en hann yfirgaf Val þá spilaði hann eitt tímabil með Hlíðarendaliðinu í efstu deild en Ari fór út aðeins nítján ára gamall. Síðan hefur hann spilað í fjórtán ár í Svíþjóð (2006-13; BK Häcken, Sundsvall), Danmörku (2013-16; OB) og í Belgíu (2016-; Lokeren, Oostende). Ari Freyr er að renna út á samning hjá belgíska félaginu K.V. Oostende þar sem hann hefur spilað frá árinu 2019. Ari Freyr hefur spilað 77 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti var á móti Englendingum á Wembley á dögunum. Hann var fastamaður í liði Lars Lagerbäck en hefur ekki spilað eins mikið hjá síðustu landsliðsþjálfurum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Valur Tengdar fréttir Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. 16. desember 2020 11:30 „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. 16. desember 2020 10:00 Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. 15. desember 2020 14:15 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals virðast ætla að halda áfram að styrkja sig fyrir titilvörnina í Pepsi Max deild karla í fótbolta næsta sumar og nú lítur út fyrir það að liðið sé að fá annan landsliðsmann heim út atvinnumennsku. Arnór Smárason var kynntur í síðustu viku og nú gæti annar verið á leiðinni. Nýr þáttur af Sportinu í dag er nú kominn inn á Vísi en þar fara þeir Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. Rikki G. „skúbbaði“ því í þættinum í dag að Ari Freyr Skúlason sé í viðræðum við Valsmenn um að spila með liðinu næsta sumar. „Það eru heldur betur fréttir. Ég hugsa að deildin næsta sumar verði rosaleg,“ sagði Rikki G. sem býst við því að margir atvinnumenn gætu verið á leiðinni heim úr atvinnumennsku. „Ég fór aðeins á stúfana í gær og heyrði frá mjög svo áreiðanlegum manni sem er mjög vel tengdur Hlíðarenda að Valsmenn eru búnir að tala við og undirstinga það að Ari Frey Skúlason mæti heim næsta sumar,“ sagði Rikki G. Hér fyrir neðan má hlusta á allt Sportið í dag en þar fara strákarnir yfir það sem er að gerast í íþróttaheiminum. „Ari Freyr er samningsbundinn Oostende í Belgíu fram í júní næsta sumar. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu þremur leikjum en hann verður 34 ára næsta vor. Sagan segir að þeir ætli ekki að endurnýja samninginn við hann og Valur og Oostende ætli þá að reyna að finna einhvers konar millileið svo að hann geti komið mögulega í febrúar eða mars. Ari Freyr Skúlason mun snúa aftur á Hlíðarenda næsta sumar samkvæmt því sem ég heyri,“ sagði Rikki G. Ari Freyr Skúlason er uppalinn Valsmaður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2006. Áður en hann yfirgaf Val þá spilaði hann eitt tímabil með Hlíðarendaliðinu í efstu deild en Ari fór út aðeins nítján ára gamall. Síðan hefur hann spilað í fjórtán ár í Svíþjóð (2006-13; BK Häcken, Sundsvall), Danmörku (2013-16; OB) og í Belgíu (2016-; Lokeren, Oostende). Ari Freyr er að renna út á samning hjá belgíska félaginu K.V. Oostende þar sem hann hefur spilað frá árinu 2019. Ari Freyr hefur spilað 77 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti var á móti Englendingum á Wembley á dögunum. Hann var fastamaður í liði Lars Lagerbäck en hefur ekki spilað eins mikið hjá síðustu landsliðsþjálfurum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Valur Tengdar fréttir Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. 16. desember 2020 11:30 „Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. 16. desember 2020 10:00 Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. 15. desember 2020 14:15 Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Gaupi sótti Bogdan niður á kaffistofu og sá pólski hafði aldrei séð annað eins Ísland hefur átt marga frábæra handboltamenn í gegnum tíðina en flestir þeirra hafa byrjað mun fyrr að æfa en Bjarki nokkur Sigurðsson. Gaupi sagði skemmtilega sögu af Bogdan Kowalczyk og fyrstu æfingu Bjarka. 16. desember 2020 11:30
„Ef Lars vill vera eitthvað með þá eigum við að nýta það“ Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G. ræddu mögulega aðkomu Lars Lagerbäck að íslenska fótboltalandsliðinu á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. 16. desember 2020 10:00
Sportið í dag: Meistaradeildin, Lars og æfingahópurinn fyrir HM í handbolta Hlaðvarpsþátturinn Sportið í dag er kominn í loftið og er nú aðgengilegur hér inn á Vísi. 15. desember 2020 14:15
Segir að KSÍ vilji fá Lars aftur en Eið Smára og Arnar Þór til að taka við landsliðinu Í Sportinu í dag sagðist Ríkharð Óskar Guðnason hafa heimildir fyrir að KSÍ vilji fá Lars Lagerbäck aftur til starfa, þótt hann verði ekki þjálfari karlalandsliðsins. Þá sagðist Rikki hafa heyrt að Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson séu efstir á óskalistanum yfir næstu landsliðsþjálfara. 9. desember 2020 13:55