Segir Ara Frey ekki vera á leiðinni á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 16:01 Valsmenn reikna ekki með Ara Frey á Hlíðarenda næsta sumar. Michael Regan/Getty Images Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, tók fyrir það að félagið væri í viðræðum við landsliðsmanninn Ara Frey Skúlason um að spila með félaginu í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti