Steinunn og Guðmundur Ágúst íþróttafólk ársins í Reykjavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 15:16 Íþróttafólk Reykjavíkurborgar árið 2020. Samsett/ÍBR Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona úr Fram og atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR eru íþróttakona og íþróttamaður ársins hjá Reykjavíkurborg árið 2020. Það íþróttafólk sem tilnefnd var sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 fær fjárstyrk frá ÍBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þá fá íþróttalið sem náðu framúrskarandi árangri á árinu styrk frá ÍBR. Það eru þau lið sem urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Lista yfir íþróttafólk og íþróttalið má finna hér að neðan. Frá þessu var greint inn á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur. Steinunn Björnsdóttir, íþróttakona Reykjavíkur 2020 „Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikar- og deildarmeistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar- og línumaður sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndar leikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum. Hún leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskum Steinunni Björnsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ágúst, íþróttamaður Reykjavíkur 2020 „Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á mótaröðinni. Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Við óskum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkur borgar. Eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 og fær því fjárstyrk frá ÍBR: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, spjótkastari - Ármann Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona - ÍR Elín Metta Jensen, knattspyrnukona - Valur Kristrún Guðnadóttir, gönguskíðakona - Ullur Birkir Már Sævarsson, knattspyrna - Valur Guðni Valur Guðnason, kringlukast - ÍR Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar - Ármann Snorri Einarsson, skíðaganga – Ullur Eftirfarandi íþróttalið voru tilnefnd sem íþróttalið ársins og fá fjárstyrk frá ÍBR: Handknattleiksdeild Fram Keiludeild ÍR Keilufélag Reykjavíkur Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Handknattleiksdeild Vals Knattspyrnudeild Vals Körfuknattleiksdeild Vals Borðtennisdeild Víkings Karatefélag Þórshamars Íslenski handboltinn Golf Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Það íþróttafólk sem tilnefnd var sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 fær fjárstyrk frá ÍBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þá fá íþróttalið sem náðu framúrskarandi árangri á árinu styrk frá ÍBR. Það eru þau lið sem urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Lista yfir íþróttafólk og íþróttalið má finna hér að neðan. Frá þessu var greint inn á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur. Steinunn Björnsdóttir, íþróttakona Reykjavíkur 2020 „Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikar- og deildarmeistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar- og línumaður sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndar leikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum. Hún leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskum Steinunni Björnsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ágúst, íþróttamaður Reykjavíkur 2020 „Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á mótaröðinni. Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Við óskum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkur borgar. Eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 og fær því fjárstyrk frá ÍBR: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, spjótkastari - Ármann Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona - ÍR Elín Metta Jensen, knattspyrnukona - Valur Kristrún Guðnadóttir, gönguskíðakona - Ullur Birkir Már Sævarsson, knattspyrna - Valur Guðni Valur Guðnason, kringlukast - ÍR Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar - Ármann Snorri Einarsson, skíðaganga – Ullur Eftirfarandi íþróttalið voru tilnefnd sem íþróttalið ársins og fá fjárstyrk frá ÍBR: Handknattleiksdeild Fram Keiludeild ÍR Keilufélag Reykjavíkur Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Handknattleiksdeild Vals Knattspyrnudeild Vals Körfuknattleiksdeild Vals Borðtennisdeild Víkings Karatefélag Þórshamars
Íslenski handboltinn Golf Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira