Lögreglan lokar Golfklúbbnum með látum Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2020 11:11 Viggó Haraldur Viggósson er afar ósáttur. Starfsemi hans var lokað af lögreglu í gær. Hann segir engin rök í málinu og hefur kallað til lögmann og eru þeir Viggó nú að fara yfir málið. visir/vilhelm Eigandi Golfklúbbsins er afar ósáttur með aðgerðir lögreglunnar og er kominn með lögfræðing sinn í málið. „Ég heyri af því í fyrradag að það ætti að fara loka hjá mér, þetta heyrði ég frá tveimur viðskiptavinum mínum sem hafa tengingu við GKG og sögðu þeir mér báðir að þeim hafi verið sagt þetta þar. Vægast undarlegt og óþægilegt í senn að heyra um yfirvofandi aðgerðir frá starfsmönnum samkeppnisaðila, svona rétt eins og þeir tækju þátt í undirbúningi aðgerða,“ segir athafnamaðurinn og golffrömuðurinn Viggó Haraldur Viggósson. Viggó er afar ósáttur en í gær gerðist það að lögreglan lokaði stað hans sem heitir Golfklúbburinn en þar er boðið upp á veitingar auk þess sem gestum gefst tækifæri á að fara í golfherma. Viggó er nýlega búinn að flytja fyrirtæki sitt að Fossaleyni 6, sem er í grennd við Egilshöll en áður var staðurinn í Holtagörðum. Segir lokunina enga skoðun standast „Þeir koma hér og loka hjá mér með látum; vísa fólki út,“ segir Viggó sem hneykslaður á fruntaskapnum sem hann telur sig hafa mátt þola. Og reyndar aðgerðunum sem slíkum sem hann telur enga skoðun standast. Hann segir Golfklúbbinn þjónustufyrirtæki í afþreyingarstarfsemi þegar hann er spurður um hvort það sé ekki svo að sambærilegri golfhermastarfsemi golfklúbbanna hafi ekki verið lokað einnig. Jú, en þeir eru í GSÍ og þar með í ÍSÍ. Viggó segir það liggja fyrir að ÍSÍ hafi sigað á hann lögreglunni.visir/vilhelm Þeir eiga fólk í viðbragðshópi GSÍ þar sem rök voru færð fyrir lokun, banni við golfi,“ segir Viggó og telur það fráleitt í sjálfu sér. Smithættan sé sáralítil sem engin. Viggó telur einsýnt að lög og reglur verði að standast skoðun. Hann bendir á ýmis sambærileg fyrirtæki sem eru með opið: Keiluhöllinn, Minigarðurinn, Flyover Iceland og Rush trampólíngarður „… allt eru þetta staðir með sambærilega starfsemi, en það er farið í okkur… hvers vegna? Af hverju er ráðist á minnta staðinn fyrst?“ Viggó fær engan botn í röksemdafærsluna sé hún einhver. Staðan hjá sér sé sú að þar séu allir með sinn búnað og fyrir liggi skýr fyrirmæli eru um að fólk gæti að fjarlægðarmarka og noti grímur ef það á erindi á salerni. „Lítil sem engin hreyfing er á fólki á staðnum, fólk er í sínum hermi húsnæðið er rúmlega 800m2 að stærð, loftræsting er með þeim hætti að lofti er skipt út 1,5 sinnum á klukkustund og opnir gluggar.“ Telur víst að ÍSÍ hafi sigað löggunni á sig Viggó telur sig hafa rökstuddan grun um að það hafi verið ÍSÍ sem klagaði hann til lögreglunnar. „ÍSÍ hefur sigað lögreglunni á okkur án nokkurrar lagaheimilda. Reglugerðin sem vísað er til á við um íþróttastarf og íþróttakappleiki; við erum afþreyingarfyrirtæki sem býður fólki að koma að leika sér með eigin búnað. Hér má sjá stutta skýrslu um aðgerðirnar. Enginn sameiginlegur búnaður er notaður og sóttvarnir eins góðar og hægt er að hugsa sér, margfalt umfangsmeiri og betri en það sem undritarður hefur séð á öðrum stöðum óháð eðli starfsemi,“ segir Viggó og nefnir í því sambandi verslanir, veitingastaði, hárgreiðslustofur, sundlaugar og fleira. „Hvernig samrýmis það starfsemi ÍSÍ að standi í því að kæra þjónustufyrirtæki sem ekki er innan þeirra vébanda, á stað sem fólk leitar sér afþreyingar? Þetta er nú bara „mannlegi þátturinn“, það er algerlega kristaltært að engar heimildir eru fyrir þeim aðgerðum sem lögreglan réðist í gegn mér. Hér er ruðst inn fyrirvaralaust með fasískumhætti, enginn kostur gefinn til málskoti.“ Viggó segist nú vera að íhuga stöðu sína og hefur kallað til lögmann til að fara yfir málin með sér. Golf Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Veitingastaðir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Ég heyri af því í fyrradag að það ætti að fara loka hjá mér, þetta heyrði ég frá tveimur viðskiptavinum mínum sem hafa tengingu við GKG og sögðu þeir mér báðir að þeim hafi verið sagt þetta þar. Vægast undarlegt og óþægilegt í senn að heyra um yfirvofandi aðgerðir frá starfsmönnum samkeppnisaðila, svona rétt eins og þeir tækju þátt í undirbúningi aðgerða,“ segir athafnamaðurinn og golffrömuðurinn Viggó Haraldur Viggósson. Viggó er afar ósáttur en í gær gerðist það að lögreglan lokaði stað hans sem heitir Golfklúbburinn en þar er boðið upp á veitingar auk þess sem gestum gefst tækifæri á að fara í golfherma. Viggó er nýlega búinn að flytja fyrirtæki sitt að Fossaleyni 6, sem er í grennd við Egilshöll en áður var staðurinn í Holtagörðum. Segir lokunina enga skoðun standast „Þeir koma hér og loka hjá mér með látum; vísa fólki út,“ segir Viggó sem hneykslaður á fruntaskapnum sem hann telur sig hafa mátt þola. Og reyndar aðgerðunum sem slíkum sem hann telur enga skoðun standast. Hann segir Golfklúbbinn þjónustufyrirtæki í afþreyingarstarfsemi þegar hann er spurður um hvort það sé ekki svo að sambærilegri golfhermastarfsemi golfklúbbanna hafi ekki verið lokað einnig. Jú, en þeir eru í GSÍ og þar með í ÍSÍ. Viggó segir það liggja fyrir að ÍSÍ hafi sigað á hann lögreglunni.visir/vilhelm Þeir eiga fólk í viðbragðshópi GSÍ þar sem rök voru færð fyrir lokun, banni við golfi,“ segir Viggó og telur það fráleitt í sjálfu sér. Smithættan sé sáralítil sem engin. Viggó telur einsýnt að lög og reglur verði að standast skoðun. Hann bendir á ýmis sambærileg fyrirtæki sem eru með opið: Keiluhöllinn, Minigarðurinn, Flyover Iceland og Rush trampólíngarður „… allt eru þetta staðir með sambærilega starfsemi, en það er farið í okkur… hvers vegna? Af hverju er ráðist á minnta staðinn fyrst?“ Viggó fær engan botn í röksemdafærsluna sé hún einhver. Staðan hjá sér sé sú að þar séu allir með sinn búnað og fyrir liggi skýr fyrirmæli eru um að fólk gæti að fjarlægðarmarka og noti grímur ef það á erindi á salerni. „Lítil sem engin hreyfing er á fólki á staðnum, fólk er í sínum hermi húsnæðið er rúmlega 800m2 að stærð, loftræsting er með þeim hætti að lofti er skipt út 1,5 sinnum á klukkustund og opnir gluggar.“ Telur víst að ÍSÍ hafi sigað löggunni á sig Viggó telur sig hafa rökstuddan grun um að það hafi verið ÍSÍ sem klagaði hann til lögreglunnar. „ÍSÍ hefur sigað lögreglunni á okkur án nokkurrar lagaheimilda. Reglugerðin sem vísað er til á við um íþróttastarf og íþróttakappleiki; við erum afþreyingarfyrirtæki sem býður fólki að koma að leika sér með eigin búnað. Hér má sjá stutta skýrslu um aðgerðirnar. Enginn sameiginlegur búnaður er notaður og sóttvarnir eins góðar og hægt er að hugsa sér, margfalt umfangsmeiri og betri en það sem undritarður hefur séð á öðrum stöðum óháð eðli starfsemi,“ segir Viggó og nefnir í því sambandi verslanir, veitingastaði, hárgreiðslustofur, sundlaugar og fleira. „Hvernig samrýmis það starfsemi ÍSÍ að standi í því að kæra þjónustufyrirtæki sem ekki er innan þeirra vébanda, á stað sem fólk leitar sér afþreyingar? Þetta er nú bara „mannlegi þátturinn“, það er algerlega kristaltært að engar heimildir eru fyrir þeim aðgerðum sem lögreglan réðist í gegn mér. Hér er ruðst inn fyrirvaralaust með fasískumhætti, enginn kostur gefinn til málskoti.“ Viggó segist nú vera að íhuga stöðu sína og hefur kallað til lögmann til að fara yfir málin með sér.
Golf Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Veitingastaðir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira