Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Sylvía Hall skrifar 20. desember 2020 07:58 Alexandria Ocasio-Cortez er situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún er afar vinsæl á samfélagsmiðlum og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með bólusetningarferlinu. Getty/Bloomberg Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. Þingkonan nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er þar með rúmlega átta milljónir fylgjenda. Hún ákvað að sýna frá aðdraganda bólusetningarinnar á Instagram, leyfa fylgjendum sínum að spyrja spurninga og deila með sér vangaveltum. „Ég myndi aldrei nokkurn tíma biðja ykkur um að gera eitthvað sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera sjálf,“ skrifar þingkonan við færsluna. Hún segist vilja auðvelda fylgjendum sínum að ákveða hvort þeir kjósi að fara í bólusetningu og lofar að deila með þeim hvernig henni líður dagana eftir bólusetninguna. View this post on Instagram A post shared by Alexandria Ocasio-Cortez (@aoc) Færslan inniheldur myndir og myndbönd þar sem má meðal annars sjá spurningalista sem þurfti að svara fyrir sprautuna og myndband af henni þar sem bóluefni Pfizer er sprautað í hana. Eftir sprautuna var hún, ásamt öðrum þingmönnum, látin bíða í korter til þess að athuga hvort efnið hefði einhver neikvæð áhrif á hana. „Stundum fær fólk hausverki eða svima eftir sprautur eða það að sjá blóð almennt, svo þetta er bara til öryggis,“ skrifaði þingkonan. Þá fór hún einnig yfir virkni bóluefnisins, mögulegar aukaverkanir og fleira. Jafnframt hvatti hún fylgjendur sína til þess að láta bólusetja sig jafnvel þó þeir hefðu nú þegar fengið kórónuveiruna þar sem ekki væri vitað hversu lengi mótefnið lifði í líkamanum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Þingkonan nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er þar með rúmlega átta milljónir fylgjenda. Hún ákvað að sýna frá aðdraganda bólusetningarinnar á Instagram, leyfa fylgjendum sínum að spyrja spurninga og deila með sér vangaveltum. „Ég myndi aldrei nokkurn tíma biðja ykkur um að gera eitthvað sem ég væri ekki tilbúin til þess að gera sjálf,“ skrifar þingkonan við færsluna. Hún segist vilja auðvelda fylgjendum sínum að ákveða hvort þeir kjósi að fara í bólusetningu og lofar að deila með þeim hvernig henni líður dagana eftir bólusetninguna. View this post on Instagram A post shared by Alexandria Ocasio-Cortez (@aoc) Færslan inniheldur myndir og myndbönd þar sem má meðal annars sjá spurningalista sem þurfti að svara fyrir sprautuna og myndband af henni þar sem bóluefni Pfizer er sprautað í hana. Eftir sprautuna var hún, ásamt öðrum þingmönnum, látin bíða í korter til þess að athuga hvort efnið hefði einhver neikvæð áhrif á hana. „Stundum fær fólk hausverki eða svima eftir sprautur eða það að sjá blóð almennt, svo þetta er bara til öryggis,“ skrifaði þingkonan. Þá fór hún einnig yfir virkni bóluefnisins, mögulegar aukaverkanir og fleira. Jafnframt hvatti hún fylgjendur sína til þess að láta bólusetja sig jafnvel þó þeir hefðu nú þegar fengið kórónuveiruna þar sem ekki væri vitað hversu lengi mótefnið lifði í líkamanum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18 Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45 Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. 19. desember 2020 08:18
Varaforseti Bandaríkjanna bólusettur í beinni Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var í dag bólusettur fyrir Covid-19 í beinni útsendingu. „Ég fann ekkert fyrir þessu,“ sagði hann við myndavélina eftir að hann var bólusettur. 18. desember 2020 20:45
Bóluefnin sem Íslendingar hafa samið um kosta 640 milljónir Belgískur ráðherra hljóp á sig í dag og birti viðkvæmar trúnaðarupplýsingar á Twitter; hvað Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að greiða fyrir þau bóluefni gegn Covid-19 sem það hyggst kaupa. 18. desember 2020 20:40
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent