Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 10:31 Ísland er orðið dökkgult á korti Bloomberg en var áður ljósgult. SKjáskot/Bloomberg Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. Í fyrstu útgáfu af úttekt Bloomberg kom fram að Íslendingar hefðu tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103 þúsund manns, eða 29 prósent af íbúum. Löndum úttektarinnar var jafnframt gefinn litur eftir því hversu marga skammta af bóluefni þau hafa tryggt sér miðað við íbúafjölda. Þau sem hafa tryggt sér mest af efninu eru dökkgræn en þau sem hafa tryggt sér minnst eru ljósgul. Ísland var fyrst ljósgult, líkt og mörg af fátækustu ríkjum heims á kortinu, en er nú orðið dökkgult og þá á pari við lönd á borð við Brasilíu og Egyptaland. Eftir að fjallað var um úttekt Bloomberg birti heilbrigðisráðuneytið tilkynningu á vef sínum í gær þar sem áréttað er að stjórnvöld hafi tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þannig tryggi samningar við Pfizer og AstraZeneca, sem þegar hafa verið undirritaðir, bóluefni fyrir 200 þúsund manns. Þriðji samningurinn við Janssen verði undirritaður á Þorláksmessu og tryggi skammta fyrir 117.500 manns. Þessir þrír samningar eru sagðir tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund manns, samkvæmt tilkynningu. Í fyrri útgáfu var þessi tala þó sögð 376 þúsund en það hefur nú verið leiðrétt. Samningur við Moderna verði svo undirritaður á gamlársdag en ekki liggi fyrir hversu marga skammta Íslendingar fái. Í úttekt Bloomberg er Ísland nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 218 þúsund manns eða 61 prósent íbúa. Ekki er skýrt á hverju þessar tölur eru nákvæmlega byggðar en þær eru þó nálægt því sem samningar við Pfizer og AstraZeneca tryggja, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins; skammtar fyrir 200 þúsund íbúa. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Í fyrstu útgáfu af úttekt Bloomberg kom fram að Íslendingar hefðu tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103 þúsund manns, eða 29 prósent af íbúum. Löndum úttektarinnar var jafnframt gefinn litur eftir því hversu marga skammta af bóluefni þau hafa tryggt sér miðað við íbúafjölda. Þau sem hafa tryggt sér mest af efninu eru dökkgræn en þau sem hafa tryggt sér minnst eru ljósgul. Ísland var fyrst ljósgult, líkt og mörg af fátækustu ríkjum heims á kortinu, en er nú orðið dökkgult og þá á pari við lönd á borð við Brasilíu og Egyptaland. Eftir að fjallað var um úttekt Bloomberg birti heilbrigðisráðuneytið tilkynningu á vef sínum í gær þar sem áréttað er að stjórnvöld hafi tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þannig tryggi samningar við Pfizer og AstraZeneca, sem þegar hafa verið undirritaðir, bóluefni fyrir 200 þúsund manns. Þriðji samningurinn við Janssen verði undirritaður á Þorláksmessu og tryggi skammta fyrir 117.500 manns. Þessir þrír samningar eru sagðir tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund manns, samkvæmt tilkynningu. Í fyrri útgáfu var þessi tala þó sögð 376 þúsund en það hefur nú verið leiðrétt. Samningur við Moderna verði svo undirritaður á gamlársdag en ekki liggi fyrir hversu marga skammta Íslendingar fái. Í úttekt Bloomberg er Ísland nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 218 þúsund manns eða 61 prósent íbúa. Ekki er skýrt á hverju þessar tölur eru nákvæmlega byggðar en þær eru þó nálægt því sem samningar við Pfizer og AstraZeneca tryggja, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins; skammtar fyrir 200 þúsund íbúa.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24