Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 11:20 Ursula von der Leyen birti þessa mynd með tísti sínu í morgun. Ætla má að myndin sýni forsetann í miðjum samræðum við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Twitter Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. „Gott símtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Fullvissaði [Katrínu] um að Ísland fái einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefninu í tæka tíð fyrir bólusetningardaga Evrópusambandsins, ef samþykki fæst í dag. Við stöndum öll saman í þessu,“ skrifar Von der Leyen á Twitter í morgun. Good phone call with Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland. Assured @katrinjak that the first shipments of the vaccine can also be made available for Iceland in time for the #EUvaccinationdays, if the approval can be granted today. We're all in this together! pic.twitter.com/LRutNan9VR— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Umræddir „bólusetningardagar“ eru dagana 27., 28. og 29. desember en þá er ráðgert að hefja bólusetningu með bóluefni lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech í löndum Evrópusambandsins. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman í dag til þess að afgreiða umsókn Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefninu. Búist er við því að leyfið verði samþykkt og að bólusetning hefjist í kjölfarið. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fundar linnulaust um bóluefni í dag Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Vísi að Von der Leyen og Katrín hafi átt símafund um stöðu bóluefna í morgun. Þær hafi m.a. rætt tímalínu dreifingar og afhendingaráætlanir. Þá mun Katrín funda nær linnulaust um bóluefni í dag, að sögn Róberts. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hæfist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fær Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. Ráðgert er að bólusetning geti hafist hér á landi í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
„Gott símtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Fullvissaði [Katrínu] um að Ísland fái einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefninu í tæka tíð fyrir bólusetningardaga Evrópusambandsins, ef samþykki fæst í dag. Við stöndum öll saman í þessu,“ skrifar Von der Leyen á Twitter í morgun. Good phone call with Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland. Assured @katrinjak that the first shipments of the vaccine can also be made available for Iceland in time for the #EUvaccinationdays, if the approval can be granted today. We're all in this together! pic.twitter.com/LRutNan9VR— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Umræddir „bólusetningardagar“ eru dagana 27., 28. og 29. desember en þá er ráðgert að hefja bólusetningu með bóluefni lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech í löndum Evrópusambandsins. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman í dag til þess að afgreiða umsókn Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefninu. Búist er við því að leyfið verði samþykkt og að bólusetning hefjist í kjölfarið. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fundar linnulaust um bóluefni í dag Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Vísi að Von der Leyen og Katrín hafi átt símafund um stöðu bóluefna í morgun. Þær hafi m.a. rætt tímalínu dreifingar og afhendingaráætlanir. Þá mun Katrín funda nær linnulaust um bóluefni í dag, að sögn Róberts. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hæfist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fær Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. Ráðgert er að bólusetning geti hafist hér á landi í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24