Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2020 11:58 Íbúar sem búa utan áhættusvæða á Seyðisfirði fengu að snúa aftur heim í gær. Björgunarsveitarmenn sáu um að skrá alla sem sneru aftur. Líkur eru á að fleiri íbúar fái að snúa heim fyrir jól. Vísir/Egill Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira