Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2020 11:58 Íbúar sem búa utan áhættusvæða á Seyðisfirði fengu að snúa aftur heim í gær. Björgunarsveitarmenn sáu um að skrá alla sem sneru aftur. Líkur eru á að fleiri íbúar fái að snúa heim fyrir jól. Vísir/Egill Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira