Laporta: Barcelona laug að Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 15:02 Lionel Messi jafnaði met Pele í leik með Barcelona á móti Valencia um helgina. Getty/Eric Alonso Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, segir að félagið hafi ítrekað logið að Lionel Messi en hann telur líka að Argentínumaðurinn fari ekki frá Barcelona í sumar. Laporta var forseti Barcelona frá 2003 til 2010 og er einn af þeim sem bjóða sig fram í forsetakosningunum 24. janúar næstkomandi. Barcelona er þar að leita að eftirmanni Josep Maria Bartomeu sem sagði af sér í október. Laporta segir að eitt sitt fyrsta verk, ef hann verður kjörinn, sé að tryggja það að Messi verði áfram hjá félaginu. Lionel Messi jafnaði um helgina markamet Pele en enginn leikmaður hefur nú skorað fleiri mörk fyrir eitt félag. Samningur Messi og Barcelona rennur út 30. júní 2021 en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar næstkomandi. „Ég er viss um að Messi vilji halda áfram að spila fyrir Barcelona,“ sagði Joan Laporta í einkaviðtali við ESPN. „Það mun allt fara eftir tilboðinu sem nýr forseti mun bjóða honum. Hann verður að sjá fram á það að það verði hér samkeppnishæft lið sem getur endurvakið ástarsögu Barcelona og Meistaradeildarinnar sem hefur legið í dvala undanfarin ár,“ sagði Laporta. A goal for the history books #Messi pic.twitter.com/U7QY91gSN5— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 21, 2020 „Félagið hefur ítrekað logið að honum og ofan á það þá hafa hlutirnir ekki gengið eftir eins og allir vonuðust til. Hann er á þeim stað á ferlinum þegar hann vill ná árangri og vinna titla,“ sagði Laporta. „Hann getur ekki sætt sig við það að önnur félög séu að vinna Meistaradeildina og Barca með Lionel, besta leikmann sögunnar, hefur ekki samkeppnishæft lið í baráttunni um Meistaradeildartitilinn,“ sagði Laporta. „Ég get ekki séð Messi fyrir mér í öðrum búningi en í búningi Barca. Saga hans og félagsins er svo falleg að nýr forseti verður að tryggja það að hún haldi áfram. Ég sé hann ekki í öðru félagi og sé hann bara spila í Barcelona treyjunni,“ sagði Joan Laporta. Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Laporta var forseti Barcelona frá 2003 til 2010 og er einn af þeim sem bjóða sig fram í forsetakosningunum 24. janúar næstkomandi. Barcelona er þar að leita að eftirmanni Josep Maria Bartomeu sem sagði af sér í október. Laporta segir að eitt sitt fyrsta verk, ef hann verður kjörinn, sé að tryggja það að Messi verði áfram hjá félaginu. Lionel Messi jafnaði um helgina markamet Pele en enginn leikmaður hefur nú skorað fleiri mörk fyrir eitt félag. Samningur Messi og Barcelona rennur út 30. júní 2021 en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar næstkomandi. „Ég er viss um að Messi vilji halda áfram að spila fyrir Barcelona,“ sagði Joan Laporta í einkaviðtali við ESPN. „Það mun allt fara eftir tilboðinu sem nýr forseti mun bjóða honum. Hann verður að sjá fram á það að það verði hér samkeppnishæft lið sem getur endurvakið ástarsögu Barcelona og Meistaradeildarinnar sem hefur legið í dvala undanfarin ár,“ sagði Laporta. A goal for the history books #Messi pic.twitter.com/U7QY91gSN5— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 21, 2020 „Félagið hefur ítrekað logið að honum og ofan á það þá hafa hlutirnir ekki gengið eftir eins og allir vonuðust til. Hann er á þeim stað á ferlinum þegar hann vill ná árangri og vinna titla,“ sagði Laporta. „Hann getur ekki sætt sig við það að önnur félög séu að vinna Meistaradeildina og Barca með Lionel, besta leikmann sögunnar, hefur ekki samkeppnishæft lið í baráttunni um Meistaradeildartitilinn,“ sagði Laporta. „Ég get ekki séð Messi fyrir mér í öðrum búningi en í búningi Barca. Saga hans og félagsins er svo falleg að nýr forseti verður að tryggja það að hún haldi áfram. Ég sé hann ekki í öðru félagi og sé hann bara spila í Barcelona treyjunni,“ sagði Joan Laporta.
Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira