Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 10:37 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni með 21 árs landsliðinu. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú áðan þar sem kemur líka fram að Eiður Smári Guðjohnsen muni aðstoða Arnar alveg eins og hann gerði hjá 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson mun hætta með 21 ára landsliðið en mun hins vegar starfa áfram sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Arnar tekur við starfi Svíans Erik Hamrén og mun stýra íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2022 sem hefst strax í mars á næsta ári. Arnar er 42 ára gamall en hann er fæddur árið 1978. Hann er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og lætur hann nú af því starfi, en mun starfa áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eins og hann hefur gert síðan í apríl 2019, þar til ráðið verður í þá stöðu. Aðstoðarþjálfari Arnars verður Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir Arnar og Eiður störfuðu einnig saman með U21 landsliðið. Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands. Arnór Þór og Eiður Smári hafa spilað samtals 140 A-landsleiki og marga þeirra hlið við hlið. Samvinna þeirra hjá 21 árs landsliðinu var einnig mjög farsæl. U21 landslið karla leikur í úrslitakeppni EM á árinu 2021 og mun KSÍ tilkynna um ráðningu nýs þjálfarateymis liðsins innan skamms. Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 – þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní – útileikir gegn Færeyjum og Póllandi. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú áðan þar sem kemur líka fram að Eiður Smári Guðjohnsen muni aðstoða Arnar alveg eins og hann gerði hjá 21 árs landsliðinu. Arnar Þór Viðarsson mun hætta með 21 ára landsliðið en mun hins vegar starfa áfram sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ. Arnar tekur við starfi Svíans Erik Hamrén og mun stýra íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2022 sem hefst strax í mars á næsta ári. Arnar er 42 ára gamall en hann er fæddur árið 1978. Hann er með UEFA Pro þjálfararéttindi frá belgíska knattspyrnusambandinu og er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, en hann á að baki 52 A-landsleiki, auk fjölmargra leikja fyrir yngri landslið Íslands. Hann lék sem atvinnumaður í Belgíu og Hollandi frá árinu 1997 til 2014 og starfaði frá því ári sem þjálfari hjá Cercle Brügge og Lokeren í Belgíu. Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari A karla.Arnar Viðarsson is our new men's national team head coach.https://t.co/4ktnoI1pFc#fyririsland pic.twitter.com/9MkccCzlhP— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 22, 2020 Í janúar 2019 var Arnar ráðinn þjálfari U21 landsliðs karla og lætur hann nú af því starfi, en mun starfa áfram tímabundið sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, eins og hann hefur gert síðan í apríl 2019, þar til ráðið verður í þá stöðu. Aðstoðarþjálfari Arnars verður Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir Arnar og Eiður störfuðu einnig saman með U21 landsliðið. Eiður Smári, sem er fæddur 1978 og hefur lokið UEFA B þjálfaragráðu, lék með 15 félagsliðum í 9 löndum frá árinu 1994 til 2016. Hann hefur leikið 88 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk, auk fjölmargra leikja og marka fyrir yngri landslið Íslands. Arnór Þór og Eiður Smári hafa spilað samtals 140 A-landsleiki og marga þeirra hlið við hlið. Samvinna þeirra hjá 21 árs landsliðinu var einnig mjög farsæl. U21 landslið karla leikur í úrslitakeppni EM á árinu 2021 og mun KSÍ tilkynna um ráðningu nýs þjálfarateymis liðsins innan skamms. Fyrstu leikir A landsliðs karla undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs verða leikir í undankeppni HM 2022 – þrír útileikir í mars 2021. Þá hafa verið staðfestir tveir vináttuleikir í júní – útileikir gegn Færeyjum og Póllandi.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira