„Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn“ Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 13:41 Daníel Jakobsson hefur verið ráðinn til Artic Fish. Hann telur það ekki tefla hæfi sínu sem bæjarfulltrúa og formanni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í neina hættu. vísir Formaður bæjarráðs Ísafjarðar ráðinn til Arctic Fish samhliða bæjarstjórnarstörfum sínum. Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, hefur verið ráðinn til Arctic Fish sem ráðgjafi í sérverkefni. Hann mun hefja störf um miðjan janúar. BB greindi frá þessu en í samtali við Vísi segir Daníel þetta ekki þýða neinar breytingar á störfum hans fyrir Ísafjarðarkaupstað. Þeim mun hann sinna eftir sem áður. „Það er bara aukastarf.“ Í BB segir að Daníels sé viðskiptafræðingur, reyndur úr viðskipalífinu og „fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.“ Þá segir jafnframt að Arctic Fish sé í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á eldisfiski næstu 5 árum. Telur þetta ekki tefla hæfi sínu í hættu Í siðareglum Ísafjarðarbæjar eru ýmis ákvæði sem snúa að hagsmunaárekstrum og hæfi, svo sem 8. grein þar sem segir meðal annars að starfsmenn „skulu ekki taka þátt í málsmeðferð og ákvörðunum ef þeir eiga sjálfir aðild að málinu.“ Vísir innti Daníel eftir því hvort störf hans fyrir Arctic Fish tefldi ekki hæfi hans í hættu? Daníel telur svo ekki vera. „Það eru allir bæjarfulltrúar með önnur störf meðfram bæjarfulltrúastörfum sínum, sem litið er á sem aukavinnu. Í annan stað kemur sveitarfélagið lítið að málefnum fiskeldisins, það er aðallega á hendi ríkisins,“ segir Daníel og vísar í því sambandi til allskyns leyfisveitinga. Í þriðja lagi segir Daníel til staðar reglur og lög sem segi til um hvenær menn er vanhæfir og hvenær ekki. Hann segist hafa verið í erfiðari stöðu sem eigandi fyrirtækis í ferðaþjónustu, en þá voru leyfisveitingar á hendi bæjarins. „Ef þú lítur allan hringinn í kringum landið þá er fjöldi manna í svipaðri stöðu og ég. Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn. Þetta er lítið landi. Við gegnum öll tveimur hlutverkum sem erum í bæjarstjórn og verðum bara að passa uppá að fara eftir reglum í þeim efnum öllum.“ Aðalatriðið er að hagsmunir liggi fyrir og séu uppi á borðum, segir Daníel. Arctic Fish að hálfu í eigu aflandsfyrirtækis Nokkuð hefur verið fjallað um eignarhald á laxeldisfyrirtækja en starfsemi þeirra hefur verið í veldisvexti á Íslandi á undanförnum árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni segir að eignarhaldsfélag á aflandssvæðinu Kýpur í Miðjarðarhafinu, sem stundum hefur sagt vera skattaskjól í gegnum tíðina vegna hagstæðs skattaumhverfis, eigi tæplega helmingshlut í Arctic Fish sem til stendur að skrá á hlutabréfamarkað í Noregi á fyrri helmingi næsta árs. „Eitt af því sem vekur athygli þegar eignarhald laxeldisfyrirtækja eins og Arctic Fish er skoðað er að nær allt hlutafé íslenskra laxeldisfyrirtækja er í eigu erlendra aðila. Einungis 2,5 prósent af hlutafé Arctic Fish er til dæmis í eigu íslensks fyrirtækis og íslenskra einstaklinga.“ Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Fiskeldi Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, hefur verið ráðinn til Arctic Fish sem ráðgjafi í sérverkefni. Hann mun hefja störf um miðjan janúar. BB greindi frá þessu en í samtali við Vísi segir Daníel þetta ekki þýða neinar breytingar á störfum hans fyrir Ísafjarðarkaupstað. Þeim mun hann sinna eftir sem áður. „Það er bara aukastarf.“ Í BB segir að Daníels sé viðskiptafræðingur, reyndur úr viðskipalífinu og „fær því félagið öflugan liðsmann búsettan á starfssvæðinu til starfa hjá félaginu.“ Þá segir jafnframt að Arctic Fish sé í örum vexti með tilheyrandi fjölgun verkefna og stefnir á 25 þúsund tonna árlega framleiðslu og sölu á eldisfiski næstu 5 árum. Telur þetta ekki tefla hæfi sínu í hættu Í siðareglum Ísafjarðarbæjar eru ýmis ákvæði sem snúa að hagsmunaárekstrum og hæfi, svo sem 8. grein þar sem segir meðal annars að starfsmenn „skulu ekki taka þátt í málsmeðferð og ákvörðunum ef þeir eiga sjálfir aðild að málinu.“ Vísir innti Daníel eftir því hvort störf hans fyrir Arctic Fish tefldi ekki hæfi hans í hættu? Daníel telur svo ekki vera. „Það eru allir bæjarfulltrúar með önnur störf meðfram bæjarfulltrúastörfum sínum, sem litið er á sem aukavinnu. Í annan stað kemur sveitarfélagið lítið að málefnum fiskeldisins, það er aðallega á hendi ríkisins,“ segir Daníel og vísar í því sambandi til allskyns leyfisveitinga. Í þriðja lagi segir Daníel til staðar reglur og lög sem segi til um hvenær menn er vanhæfir og hvenær ekki. Hann segist hafa verið í erfiðari stöðu sem eigandi fyrirtækis í ferðaþjónustu, en þá voru leyfisveitingar á hendi bæjarins. „Ef þú lítur allan hringinn í kringum landið þá er fjöldi manna í svipaðri stöðu og ég. Fólk verður að hafa fyrir salti í grautinn. Þetta er lítið landi. Við gegnum öll tveimur hlutverkum sem erum í bæjarstjórn og verðum bara að passa uppá að fara eftir reglum í þeim efnum öllum.“ Aðalatriðið er að hagsmunir liggi fyrir og séu uppi á borðum, segir Daníel. Arctic Fish að hálfu í eigu aflandsfyrirtækis Nokkuð hefur verið fjallað um eignarhald á laxeldisfyrirtækja en starfsemi þeirra hefur verið í veldisvexti á Íslandi á undanförnum árum. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Stundinni segir að eignarhaldsfélag á aflandssvæðinu Kýpur í Miðjarðarhafinu, sem stundum hefur sagt vera skattaskjól í gegnum tíðina vegna hagstæðs skattaumhverfis, eigi tæplega helmingshlut í Arctic Fish sem til stendur að skrá á hlutabréfamarkað í Noregi á fyrri helmingi næsta árs. „Eitt af því sem vekur athygli þegar eignarhald laxeldisfyrirtækja eins og Arctic Fish er skoðað er að nær allt hlutafé íslenskra laxeldisfyrirtækja er í eigu erlendra aðila. Einungis 2,5 prósent af hlutafé Arctic Fish er til dæmis í eigu íslensks fyrirtækis og íslenskra einstaklinga.“
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Fiskeldi Tengdar fréttir Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13