„Þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni“ Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 25. desember 2020 15:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Við vorum bara fyrst og fremst að fara yfir stöðu mála,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um fund sem hún átti með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og yfirmanni bóluefnamála hjá bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer. Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Þar voru hugmyndir viðraðar um að Ísland yrði notað undir lokarannsóknir á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni. „Ísland er auðvitað í samstarfi með Evrópusambandinu og Noregi um öflun bóluefna sem ég tel að hafi verið rétt aðferðafræði. En um leið erum við alltaf að gæta hagsmuna íslensks samfélags hvar sem við erum. Það gerum við meðal annars með því að minna á okkur á öllum vígstöðum og til þess var þessi fundur ætlaður,“ segir Katrín um fundinn sem Kári Stefánsson kom á með yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Hugmyndin er sú að fá 400 þúsund skammta af bóluefninu frá Pfizer hingað til lands til að bólusetja um 60 prósent þjóðarinnar. Yrði í raun þannig kannað hvort að kveða megi veiruna niður hjá heilli þjóð með bóluefninu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann hefði sett sig í samband við Pfizer 15. desember síðastliðinn og borið fram hugmynd um að Ísland yrði notað í slíkar tilraunir. Hugmyndin hefði fyrst komið frá honum. Kári Stefánsson sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað af því að Þórólfur hefði stungið upp á þessu áður en hann átti fundinn með fulltrúa Pfizer. Katrín Jakobsdóttir hafði hins vegar heyrt af þessari hugmynd sóttvarnalæknis áður en hún sat fundinn með Pfizer. „Sóttvarnalæknir hafði upplýst ráðherranefnd um það núna í desember,“ segir Katrín. Hún segir það hafa verið rætt á Pfizer-fundinum að það gæti orðið áhugavert að bólusetja íslenskt samfélag svo hægt sé að vega og meta áhrif bólusetningarinnar og fylgjast grannt með. „Við erum auðvitað samfélag með sterka innviði sem getur bólusett hratt, sem ekki öll samfélög geta. Þannig að þessar hugmyndir hafa verið viðraðar af sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni.“ Hugmyndin sé enn á samtalsstigi og ekki hægt að segja á þessari stundu hvort af henni verður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira