„Þið eruð ekki ein“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 09:49 Elísabet Englandstrottning flutti sitt árlega jólaávarp í gær. AP/Victoria Jones Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ Drottningin sem er orðin 94 ára sagði heimsfaraldurinn hafa þjappað fólki saman, þrátt fyrir að hafa valdið miklum erfiðleikum. Líkt og svo margir aðrir varði drottningin jólunum án fjölskyldu sinnar. Hún og eiginmaður hennar Filippus vörðu jólunum í Windsor-kastala en ekki á Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni líkt og venjulega. „Merkilega, þá hefur ár, þar sem fólki var að nauðsynju haldið í sundur, á margan hátt þjappað okkur betur saman,“ sagði drottningin í ávarpi sínu. Hún sagði konungsfjölskylduna hafa fengið innblástur frá því fólki sem hefur gegnt sjálfboðastarfi í samfélaginu. „Í Bretlandi og um heim allan hefur fólk með stórkostlegum hætti risið upp og mætt áskorunum þessa árs, og ég er svo stolt og hrærð yfir þessum hljóðláta og þrautseiga anda,“ sagði drottningin. „Auðvitað fyrir marga fylgir þessum tíma árs mikil sorg. Sumir syrgja missi ástvina og aðrir sakna vina og fjölskyldumeðlima sem eru fjarri af öryggisástæðum, þegar það sem þau virkilega vilja í jólagjöf er einfalt faðmlag eða þétt tak um höndina,“ bætti drottningin við. „Ef þið eruð meðal þeirra, þá eruð þið ekki ein,“ sagði drottningin sem þakkaði jafnframt sérstaklega ungu fólki, framlínustarfsfólki og miskunsömum samverjum sem hafi sýnt öllum umhyggju og virðingu. Jól Bretland Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Drottningin sem er orðin 94 ára sagði heimsfaraldurinn hafa þjappað fólki saman, þrátt fyrir að hafa valdið miklum erfiðleikum. Líkt og svo margir aðrir varði drottningin jólunum án fjölskyldu sinnar. Hún og eiginmaður hennar Filippus vörðu jólunum í Windsor-kastala en ekki á Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni líkt og venjulega. „Merkilega, þá hefur ár, þar sem fólki var að nauðsynju haldið í sundur, á margan hátt þjappað okkur betur saman,“ sagði drottningin í ávarpi sínu. Hún sagði konungsfjölskylduna hafa fengið innblástur frá því fólki sem hefur gegnt sjálfboðastarfi í samfélaginu. „Í Bretlandi og um heim allan hefur fólk með stórkostlegum hætti risið upp og mætt áskorunum þessa árs, og ég er svo stolt og hrærð yfir þessum hljóðláta og þrautseiga anda,“ sagði drottningin. „Auðvitað fyrir marga fylgir þessum tíma árs mikil sorg. Sumir syrgja missi ástvina og aðrir sakna vina og fjölskyldumeðlima sem eru fjarri af öryggisástæðum, þegar það sem þau virkilega vilja í jólagjöf er einfalt faðmlag eða þétt tak um höndina,“ bætti drottningin við. „Ef þið eruð meðal þeirra, þá eruð þið ekki ein,“ sagði drottningin sem þakkaði jafnframt sérstaklega ungu fólki, framlínustarfsfólki og miskunsömum samverjum sem hafi sýnt öllum umhyggju og virðingu.
Jól Bretland Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira