„Þetta var stór sigur fyrir okkur. Við erum mjög ósáttir með úrslitin undanfarið, ekki frammistöðurnar hins vegar. Leikmenn okkar og stuðningsmenn hafa átt mjög erfitt uppdráttar undanfarið,“ sagði Arteta við Sky Sports eftir leik.
„Það verður ekki betra en að vinna Lundúnaslag gegn Chelsea á öðrum í jólum. Vonandi er vendipunktur á okkar tímabili. Ég veit að þeir geta spilað á þessu getustigi. Við vitum hversu góðir Chelsea eru en við vorum betri aðilinn í dag.“
„Það er gaman að geta gefið stuðningsmönnunum til baka þar sem ég get ímyndað mér að þeir orðið fyrir miklum vonbrigðum. Við byrjuðum vel og réðum leiknum. Það gaf leikmönnum sjálfstraust. Vonandi höldum við þessu áfram. Við þurfum enn að bæta okkur á mörgum sviðum,“ sagði Arteta að lokum.