„Enginn sem raðgreinir eins mikið og við“ Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 27. desember 2020 11:23 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví. Sjö greindust á landamærunum í gær. Hingað til hafa aðeins tveir greinst með nýtt afbrigði veirunnar á landamærunum, sem kennt er við Bretland, og varð engin breyting þar á milli daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn margt óljóst varðandi nýja afbrigðið. Ekki liggi fyrir hvort þeir sem hafa nú þegar smitast af veirunni geti smitast aftur og þá eigi eftir að skoða hvernig bólusetningin mun virka gegn því. Búist er við því að þær upplýsingar liggi fyrir í vikunni. Hann segir þó Ísland standa betur en mörg önnur lönd hvað varðar að finna slík afbrigði, þar sem engin þjóð raðgreini sýni jafn mikið. „Það er enginn sem raðgreinir eins mikið og við. Núna eru menn að raðgreina meira og þá finna menn meira, það verður að taka það með í reikninginn. Við á Íslandi raðgreinum alla stofna, allt sem hefur greinst hér er raðgreint og raðgreint miklu fyrr en í öðrum löndum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann telur því ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum. „Ég held að með þessum aðgerðum sem við höfum beitt á landamærunum séum við að beita þeim aðgerðum sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að þessi stofn sérstaklega komi inn.“ Einn er í einangrun hér á landi með umrætt afbrigði, en sá greindist í landamæraskimun 20. desember. Að sögn Þórólfs er fylgst með líðan viðkomandi en hingað til sé ekkert sem bendi til þess að fólk veikist verr af því afbrigði en öðrum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn margt óljóst varðandi nýja afbrigðið. Ekki liggi fyrir hvort þeir sem hafa nú þegar smitast af veirunni geti smitast aftur og þá eigi eftir að skoða hvernig bólusetningin mun virka gegn því. Búist er við því að þær upplýsingar liggi fyrir í vikunni. Hann segir þó Ísland standa betur en mörg önnur lönd hvað varðar að finna slík afbrigði, þar sem engin þjóð raðgreini sýni jafn mikið. „Það er enginn sem raðgreinir eins mikið og við. Núna eru menn að raðgreina meira og þá finna menn meira, það verður að taka það með í reikninginn. Við á Íslandi raðgreinum alla stofna, allt sem hefur greinst hér er raðgreint og raðgreint miklu fyrr en í öðrum löndum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann telur því ekki ástæðu til þess að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum. „Ég held að með þessum aðgerðum sem við höfum beitt á landamærunum séum við að beita þeim aðgerðum sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að þessi stofn sérstaklega komi inn.“ Einn er í einangrun hér á landi með umrætt afbrigði, en sá greindist í landamæraskimun 20. desember. Að sögn Þórólfs er fylgst með líðan viðkomandi en hingað til sé ekkert sem bendi til þess að fólk veikist verr af því afbrigði en öðrum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18 Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Sjá meira
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00
Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist. 26. desember 2020 20:18
Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. 26. desember 2020 13:02