Enginn gefið fleiri heppnaðar sendingar á tímabilinu en Henderson í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 15:00 Henderson losar boltann gegn WBA í gær. Alls átti hann 141 heppnaða sendingu í leiknum. EPA-EFE/Nick Potts Þó Englandsmeistarar Liverpool hafi aðeins náð 1-1 jafntefli gegn nýliðum West Bromwich Albion á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þá voru yfirburðir heimamanna töluverðir framan af leik. Liverpool tók á móti lærisveinum Sam Allardyce á Anfield í gær. Englandsmeistararnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 1-0 yfir eftir aðeins tólf mínútur þökk sé marki Sadio Mané eftir sendingu Joël Matip. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði þá var Liverpool aðeins einu marki yfir í hálfleik og gestirnir komu töluvert beittari út í síðari hálfleikinn. Eftir vel útfærða hornspyrnu jafnaði varnarmaðurinn Semi Ajayi metin þegar lítið var eftir af leiknum og lokatölur á Anfield því 1-1 en þetta var fjórða heimsókn Sam Allardyce í röð á Anfield án taps. Yfirburðir Liverpool sjást best á tölfræði liðsins í leiknum en alls átti liðið 17 tilraunir að marki gegn fimm hjá gestunum. Það sem meira er þá áttu heimamenn alls 816 sendingar í leiknum gegn aðeins 233 hjá West Bromwich. Jordan Henderson completed 141 passes in Liverpool's 1-1 draw with West Brom, a record in a Premier League match this season pic.twitter.com/IJZDShIiTE— WhoScored.com (@WhoScored) December 28, 2020 Enginn leikmaður átti fleiri sendingar en Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistaranna, í leiknum. Raunar er það svo að enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur átt fleiri sendingar í einum og sama leiknum á tímabilinu en Henderson í gær. Hann gaf 141 heppnaða sendingu í leiknum. Aðeins 92 færri en allt WBA liðið til samans. Eins og áður sagði þá kom það ekki að sök í gær og WBA náði í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Eitthvað sem Stóri Sam er orðinn vanur að gera á Anfield. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30 Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16 Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Liverpool tók á móti lærisveinum Sam Allardyce á Anfield í gær. Englandsmeistararnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 1-0 yfir eftir aðeins tólf mínútur þökk sé marki Sadio Mané eftir sendingu Joël Matip. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði þá var Liverpool aðeins einu marki yfir í hálfleik og gestirnir komu töluvert beittari út í síðari hálfleikinn. Eftir vel útfærða hornspyrnu jafnaði varnarmaðurinn Semi Ajayi metin þegar lítið var eftir af leiknum og lokatölur á Anfield því 1-1 en þetta var fjórða heimsókn Sam Allardyce í röð á Anfield án taps. Yfirburðir Liverpool sjást best á tölfræði liðsins í leiknum en alls átti liðið 17 tilraunir að marki gegn fimm hjá gestunum. Það sem meira er þá áttu heimamenn alls 816 sendingar í leiknum gegn aðeins 233 hjá West Bromwich. Jordan Henderson completed 141 passes in Liverpool's 1-1 draw with West Brom, a record in a Premier League match this season pic.twitter.com/IJZDShIiTE— WhoScored.com (@WhoScored) December 28, 2020 Enginn leikmaður átti fleiri sendingar en Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistaranna, í leiknum. Raunar er það svo að enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur átt fleiri sendingar í einum og sama leiknum á tímabilinu en Henderson í gær. Hann gaf 141 heppnaða sendingu í leiknum. Aðeins 92 færri en allt WBA liðið til samans. Eins og áður sagði þá kom það ekki að sök í gær og WBA náði í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Eitthvað sem Stóri Sam er orðinn vanur að gera á Anfield.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30 Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16 Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Sjá meira
Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30
Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16
Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00