Blaðamaður Vísis var staddur á Reykjavíkurflugvelli í morgun á leið í flug út á land. Það vakti athygli hans að svo virtist sem farþegum í þrjú flug út á land væri smalað saman á sama tíma út í vél.
Eins og sjá má á myndinni að ofan var nokkur kös á flugvellinum þótt fólk hafi verið með andlitsgrímur eins og skilda er þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra reglu.
Farþegar eru á leiðinni til Akureyrar og Ísafjarðar auk þess sem flug til Vestmannaeyjar er á dagskrá en það hefur frestast það sem af er morgni.