Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 13:00 Sveindís Jane í sínum fyrsta A-landsleik. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri. Vísir/Vilhelm Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. Hin 19 ára gamla Sveindís Jane lék á alls oddi með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar en þar var hún í láni frá uppeldisfélagi sínu Keflavíka. Hún endaði tímabilið hér heima sem Íslandsmeistari, markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með 14 mörk og var á endanum valin leikmaður ársins. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sín fyrstu mörk. Í gær var staðfest að Sveindís Jane væri á lið til Þýskalandsmeistara Wolfsburg en félagið hefur unnið bæði deild og bikar undanfarin fjögur ár. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon, 3-1. Hún samdi við Wolfsburg til fjögurra ára. Sveindís er spennt fyrir skrefinu og sátt með að fara til Íslendingaliðs Kristianstad í Svíþjóð fyrst um sinn. Liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og leikur því í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og varnarjaxlinn Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu. Virkilega spennandi tímar hjá okkur Velkomin elsku Sveindís https://t.co/Sxif07kRu2— Sif Atladóttir (@sifatla) December 28, 2020 „Mjög góð, eiginlega bara geggjuð. Ég er eiginlega ekki sjálf að trúa þessu en þetta er raunveruleikinn. Ég var búin að tala við önnur lið og svo kom þetta frekar óvænt svo ég gat ekki sleppt þessu,“ sagði Sveindís Jane um tilfinninguna sem fylgir því að hafa samið eitt besta lið í heimi í viðtali við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum. Viðtalið birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá hér að neðan. „Ég er mjög spennt. Þekki ágætlega til hennar og hún er frábær þjálfari,“ sagði Sveindís Jane að lokum varðandi hvernig það væri að fara á láni til Kristianstad. Í viðtali við Fótbolti.net var Sveindís Jane svo spurð út í langtímamarkmið sín. „Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Þýski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís Jane lék á alls oddi með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar en þar var hún í láni frá uppeldisfélagi sínu Keflavíka. Hún endaði tímabilið hér heima sem Íslandsmeistari, markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með 14 mörk og var á endanum valin leikmaður ársins. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sín fyrstu mörk. Í gær var staðfest að Sveindís Jane væri á lið til Þýskalandsmeistara Wolfsburg en félagið hefur unnið bæði deild og bikar undanfarin fjögur ár. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon, 3-1. Hún samdi við Wolfsburg til fjögurra ára. Sveindís er spennt fyrir skrefinu og sátt með að fara til Íslendingaliðs Kristianstad í Svíþjóð fyrst um sinn. Liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og leikur því í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og varnarjaxlinn Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu. Virkilega spennandi tímar hjá okkur Velkomin elsku Sveindís https://t.co/Sxif07kRu2— Sif Atladóttir (@sifatla) December 28, 2020 „Mjög góð, eiginlega bara geggjuð. Ég er eiginlega ekki sjálf að trúa þessu en þetta er raunveruleikinn. Ég var búin að tala við önnur lið og svo kom þetta frekar óvænt svo ég gat ekki sleppt þessu,“ sagði Sveindís Jane um tilfinninguna sem fylgir því að hafa samið eitt besta lið í heimi í viðtali við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum. Viðtalið birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá hér að neðan. „Ég er mjög spennt. Þekki ágætlega til hennar og hún er frábær þjálfari,“ sagði Sveindís Jane að lokum varðandi hvernig það væri að fara á láni til Kristianstad. Í viðtali við Fótbolti.net var Sveindís Jane svo spurð út í langtímamarkmið sín. „Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Þýski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18