Hannes birtir sérstakan pistil á Facebooksíðu sinni, endurbirting andsvara hans við orðum Guðmundar Andra Thorssonar þingmanns Samfylkingar.
Óhætt er að segja að gagnrýnin hafi dunið á Bjarna á samfélagsmiðlum eftir að spurðist að hann tengdist broti á sóttvarnarreglum og þá ekki síst eftir Kastljósviðtal við Bjarna í gærkvöldi. Hannes er orðinn þreyttur á að verja fjármálaráðherra í þessu samhengi en lætur sig þó hafa það.
„Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra Thorssonar:
„Ég er svo sem enginn áhugamaður um þetta mál, en get samt ekki orða bundist, því að mér blöskrar hræsnin og vandlætingin hjá þér og öðrum faríseum og fræðimönnum landsins.“
Hannes rekur þá málið eins og það kemur honum fyrir sjónir:
„Maðurinn fer með konunni sinni á sölusýningu, sem hefur fullt leyfi til að hafa opið eins og aðrar verslanir. Þetta var ekki samkvæmi, og eigendur segjast ekki hafa brotið reglur um mannfjölda. Síðan fyllist allt skyndilega, og kona á staðnum hringir í lögregluna og nefnir sérstaklega, að fjármálaráðherra sé á staðnum. Hann fer og hefði auðvitað átt að fara fyrr.“
Það er alveg á mörkunum, að ég nenni að þvarga lengur um þetta ekki-mál, en ég skrifaði þó inn á vegg Guðmundar Andra...
Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on Þriðjudagur, 29. desember 2020
Þá hellir Hannes sér yfir lögregluna og segir hana hafa brotið allt sem sæmilegt má heita með því að nefna þetta til sögunnar í dagbókarfærslu.
„Einhver í lögreglunni skrifar síðan tilkynningu til fjölmiðla og brýtur starfsreglur lögreglu um að veita ekki persónugreinanlegar upplýsingar, og þar er talað í hæðnistón um háttvirtan ráðherra (en þú veist jafnvel og ég, að ráðherrar eru titlaðir hæstvirtir og þingmenn háttvirtir). Þetta ber öll einkenni þess, að það átti að góma ráðherrann. Hann sýndi gáleysi, en braut tæplega af sér.“
Við munum hvernig fjárglæframenn útrásaráranna þrættu ævinlega fyrir allt sem þeir urðu uppvísir að sannaðu það! var...
Posted by Guðmundur Andri Thorsson on Þriðjudagur, 29. desember 2020