Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 16:40 Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. EPA/Andy Rain Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. Þetta sagði Andrew Hayward í viðtali í útvarpi BBC í dag. Hann sagði nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið í dreifingu í Englandi gera núverandi sóttvarnaaðgerðir úreltar. Til þess að stöðva útbreiðsluna þurfi fjórða flokks aðgerðir, sem eru nú í gildi í austurhluta Englands, eða jafnvel harðari aðgerðir en það. Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, mun tilkynna mögulegar breytingar á sóttvörnum og samkomubanni í Englandi á morgun. Hann sagði í tísti í dag að heilbrigðiskerfi Englands væri undir gífurlegum þrýstingi vegna faraldursins og að það ástand þurfi að bæta þar til fleiri hafi verið bólusettir. Our NHS is facing unprecedented pressures due to #coronavirusWe must suppress this virus to protect our NHS & save lives until the vaccine can keep us safeThank you to everyone for following the rules in these difficult timeshttps://t.co/I882sQi79E— Matt Hancock (@MattHancock) December 29, 2020 Í gær greindust yfir fjörutíu þúsund með Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi faraldursins. Þá eru rúmlega tuttugu þúsund manns á sjúkrahúsi með Covid-19 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri. Sjá einnig: Í fyrsta sinn frá upphafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi Neil Ferguson, annar faraldursfræðingur, sagði einnig við BBC í dag að nýja afbrigði veirunnar geri smitvarnir töluvert erfiðari. Það gerði mun erfiðara að viðhalda sóttvörnum og í senn reyna að viðhalda eins eðlilegu líferni borgara og hægt væri. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna sýna ekki fram á að nýja afbrigðið valdi alvarlegri veikindum eða fleiri dauðsföllum. Það dreifist þó meira á milli manna. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Þetta sagði Andrew Hayward í viðtali í útvarpi BBC í dag. Hann sagði nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið í dreifingu í Englandi gera núverandi sóttvarnaaðgerðir úreltar. Til þess að stöðva útbreiðsluna þurfi fjórða flokks aðgerðir, sem eru nú í gildi í austurhluta Englands, eða jafnvel harðari aðgerðir en það. Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, mun tilkynna mögulegar breytingar á sóttvörnum og samkomubanni í Englandi á morgun. Hann sagði í tísti í dag að heilbrigðiskerfi Englands væri undir gífurlegum þrýstingi vegna faraldursins og að það ástand þurfi að bæta þar til fleiri hafi verið bólusettir. Our NHS is facing unprecedented pressures due to #coronavirusWe must suppress this virus to protect our NHS & save lives until the vaccine can keep us safeThank you to everyone for following the rules in these difficult timeshttps://t.co/I882sQi79E— Matt Hancock (@MattHancock) December 29, 2020 Í gær greindust yfir fjörutíu þúsund með Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi faraldursins. Þá eru rúmlega tuttugu þúsund manns á sjúkrahúsi með Covid-19 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri. Sjá einnig: Í fyrsta sinn frá upphafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi Neil Ferguson, annar faraldursfræðingur, sagði einnig við BBC í dag að nýja afbrigði veirunnar geri smitvarnir töluvert erfiðari. Það gerði mun erfiðara að viðhalda sóttvörnum og í senn reyna að viðhalda eins eðlilegu líferni borgara og hægt væri. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna sýna ekki fram á að nýja afbrigðið valdi alvarlegri veikindum eða fleiri dauðsföllum. Það dreifist þó meira á milli manna.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
„Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49
Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20
Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31