Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 16:40 Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. EPA/Andy Rain Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. Þetta sagði Andrew Hayward í viðtali í útvarpi BBC í dag. Hann sagði nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið í dreifingu í Englandi gera núverandi sóttvarnaaðgerðir úreltar. Til þess að stöðva útbreiðsluna þurfi fjórða flokks aðgerðir, sem eru nú í gildi í austurhluta Englands, eða jafnvel harðari aðgerðir en það. Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, mun tilkynna mögulegar breytingar á sóttvörnum og samkomubanni í Englandi á morgun. Hann sagði í tísti í dag að heilbrigðiskerfi Englands væri undir gífurlegum þrýstingi vegna faraldursins og að það ástand þurfi að bæta þar til fleiri hafi verið bólusettir. Our NHS is facing unprecedented pressures due to #coronavirusWe must suppress this virus to protect our NHS & save lives until the vaccine can keep us safeThank you to everyone for following the rules in these difficult timeshttps://t.co/I882sQi79E— Matt Hancock (@MattHancock) December 29, 2020 Í gær greindust yfir fjörutíu þúsund með Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi faraldursins. Þá eru rúmlega tuttugu þúsund manns á sjúkrahúsi með Covid-19 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri. Sjá einnig: Í fyrsta sinn frá upphafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi Neil Ferguson, annar faraldursfræðingur, sagði einnig við BBC í dag að nýja afbrigði veirunnar geri smitvarnir töluvert erfiðari. Það gerði mun erfiðara að viðhalda sóttvörnum og í senn reyna að viðhalda eins eðlilegu líferni borgara og hægt væri. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna sýna ekki fram á að nýja afbrigðið valdi alvarlegri veikindum eða fleiri dauðsföllum. Það dreifist þó meira á milli manna. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Þetta sagði Andrew Hayward í viðtali í útvarpi BBC í dag. Hann sagði nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur verið í dreifingu í Englandi gera núverandi sóttvarnaaðgerðir úreltar. Til þess að stöðva útbreiðsluna þurfi fjórða flokks aðgerðir, sem eru nú í gildi í austurhluta Englands, eða jafnvel harðari aðgerðir en það. Fjórða stigs aðgerðir fela í sér lokun fyrirtækja og það að fólk haldi sig heima eins og mögulegt sé, svo eitthvað sé nefnt. Lesa má meira um það og stigakerfið í heild á vef yfirvalda Bretlands. Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra, mun tilkynna mögulegar breytingar á sóttvörnum og samkomubanni í Englandi á morgun. Hann sagði í tísti í dag að heilbrigðiskerfi Englands væri undir gífurlegum þrýstingi vegna faraldursins og að það ástand þurfi að bæta þar til fleiri hafi verið bólusettir. Our NHS is facing unprecedented pressures due to #coronavirusWe must suppress this virus to protect our NHS & save lives until the vaccine can keep us safeThank you to everyone for following the rules in these difficult timeshttps://t.co/I882sQi79E— Matt Hancock (@MattHancock) December 29, 2020 Í gær greindust yfir fjörutíu þúsund með Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi faraldursins. Þá eru rúmlega tuttugu þúsund manns á sjúkrahúsi með Covid-19 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri. Sjá einnig: Í fyrsta sinn frá upphafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi Neil Ferguson, annar faraldursfræðingur, sagði einnig við BBC í dag að nýja afbrigði veirunnar geri smitvarnir töluvert erfiðari. Það gerði mun erfiðara að viðhalda sóttvörnum og í senn reyna að viðhalda eins eðlilegu líferni borgara og hægt væri. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna sýna ekki fram á að nýja afbrigðið valdi alvarlegri veikindum eða fleiri dauðsföllum. Það dreifist þó meira á milli manna.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49 Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20 Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
„Þið eruð ekki ein“ Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ 26. desember 2020 09:49
Níræð kona í Coventry sú fyrsta sem er bólusett gegn Covid-19 Hin níræða Margaret Keenan varð í dag fyrsta manneskjan til þess að vera bólusett gegn Covid-19 í skipulagðri bólusetningu fyrir almenning. 8. desember 2020 08:20
Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“ Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman. 24. nóvember 2020 23:31