Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 18:44 Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant. aðsend Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28