Bucks setti nýtt met en sá besti var rólegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 07:30 Stephen Curry fagnar körfu með liðsfélaga sínum Damion Lee. AP/Nam Y. Huh Milwaukee Bucks liðið setti nýtt þriggja stiga met í stórsigri á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors vann annan leikinn í röð, Los Angeles Clippers svaraði fyrir stórtap og þrennur tveggja leikmanna dugði ekki. Milwaukee Bucks skoraði 29 þriggja stiga körfur í 144-97 stórsigri á Miami Heat þar sem allir leikmenn Bucks skoruðu þrist nema Giannis Antetokounmpo. Giannis Antetokounmpo, besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil, klikkaði á báðum þriggja stiga skotum sínum og var bara með 9 stig í leiknum. Restin af liðinu setti niður 29 af 49 þriggja stiga skotum en tólf leikmenn Bucks skoruðu þrist í leiknum. the BEST of the @Bucks NBA record setting 29 threes from their win vs. Miami! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/FGOIEGsJp0— NBA (@NBA) December 30, 2020 Khris Middleton skoraði fjóra þrista og var stigahæstur með 25 stig en Jrue Holiday var með 24 stig og sex þrista. Donte DiVincenzo setti niður fimm þristar og skoraði alls 17 stig. Tyler Herro var stigahæstur hjá Miami með 23 stig en Jimmy Butler missti af leiknum vegna meiðsla. Gamla þriggja stiga metið voru 27 þristar hjá Houston Rockets á móti Phoenix Suns 7. apríl 2019. „Á sumum kvöldum þá eru körfuboltaguðirnir með þér í liði. Þetta er líklega eitt af þeim kvöldum,“ sagði þjálfarinn Mike Budenholzer. Stephen Curry var með 31 stig og Andrew Wiggins bætti við 27 stigum þegar Golden State Warriors vann 116-106 sigur á Detroit Pistons en Piston liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum. Golden State tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum illa með samtals 65 stigum en hefur nú svarað því með tveimur sigurleikjum í röð. Julius Randle's (@J30_RANDLE) triple-double fuels the @nyknicks! 28 PTS | 12 REB | 11 AST pic.twitter.com/c9G4xbaNSY— NBA (@NBA) December 30, 2020 Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers töpuðu bæði sínum fyrsta leik eftir sigra í fyrstu þremur. Julius Randle var með þrennu, 28 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í 95-86 sigri New York Knicks á Cleveland og Jayson Tatum skoraði 14 af 27 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Boston Celtis vann 116-111 sigur á Indiana. Orlando Magic hélt aftir á móti sigurgöngu sinni áfram með 118-107 sigri á Oklahoma City Thunder. Nikola Vucevic var með 28 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða sigri Orlando liðsins í röð. Los Angeles Clippers kom til baka eftir skellinn á móti Dallas og vann 124-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Lou Williams var stigahæstur með 20 sitg en Paul George skoraði 18 stig. Liðið lék aftur án Kawhi Leonard. Joel Embiid var með 29 stig og 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 100-93 sigur á Toronto Raptors en Toronto liðið hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum. With 21 PTS, 15 REB, 11 AST tonight, Russell Westbrook joins Oscar Robertson as the only players in NBA history to record 3 triple-doubles in their first 3 games of a season. pic.twitter.com/HZzAlIMLcE— NBA History (@NBAHistory) December 30, 2020 Nikola Jokic og Russell Westbrook voru báðir með þrennur í tapleikjum. Russell Westbrook var með 21 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar í 115-107 tapi Washington Wizards á móti Chicago Bulls. Nikola Jokic var með 26 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar þegar Denver Nuggets tapaði 115-125 á móti Sacramento Kings. Jokic var líka með 10 tapaða bolta. With this rebound, Nikola Jokic notches his 44th career triple-double and passes Fat Lever for the most triple-doubles in @nuggets franchise history! pic.twitter.com/V4X2oBgg8c— NBA (@NBA) December 30, 2020 Þetta var fyrsti sigur Bulls liðsins en Wizards liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Milwaukee Bucks 97-144 Detroit Pistons - Golden State Warriors 106-116 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 86-95 Los Angeles Clippers - Minnesota Timberwolves 124-101 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 100-93 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 111-86 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 107-118 Washington Wizards - Chicago Bulls 107-115 Sacramento Kings - Denver Nuggets 125-115 Indiana Pacers - Boston Celtics 111-116 NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Milwaukee Bucks skoraði 29 þriggja stiga körfur í 144-97 stórsigri á Miami Heat þar sem allir leikmenn Bucks skoruðu þrist nema Giannis Antetokounmpo. Giannis Antetokounmpo, besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil, klikkaði á báðum þriggja stiga skotum sínum og var bara með 9 stig í leiknum. Restin af liðinu setti niður 29 af 49 þriggja stiga skotum en tólf leikmenn Bucks skoruðu þrist í leiknum. the BEST of the @Bucks NBA record setting 29 threes from their win vs. Miami! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/FGOIEGsJp0— NBA (@NBA) December 30, 2020 Khris Middleton skoraði fjóra þrista og var stigahæstur með 25 stig en Jrue Holiday var með 24 stig og sex þrista. Donte DiVincenzo setti niður fimm þristar og skoraði alls 17 stig. Tyler Herro var stigahæstur hjá Miami með 23 stig en Jimmy Butler missti af leiknum vegna meiðsla. Gamla þriggja stiga metið voru 27 þristar hjá Houston Rockets á móti Phoenix Suns 7. apríl 2019. „Á sumum kvöldum þá eru körfuboltaguðirnir með þér í liði. Þetta er líklega eitt af þeim kvöldum,“ sagði þjálfarinn Mike Budenholzer. Stephen Curry var með 31 stig og Andrew Wiggins bætti við 27 stigum þegar Golden State Warriors vann 116-106 sigur á Detroit Pistons en Piston liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum. Golden State tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum illa með samtals 65 stigum en hefur nú svarað því með tveimur sigurleikjum í röð. Julius Randle's (@J30_RANDLE) triple-double fuels the @nyknicks! 28 PTS | 12 REB | 11 AST pic.twitter.com/c9G4xbaNSY— NBA (@NBA) December 30, 2020 Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers töpuðu bæði sínum fyrsta leik eftir sigra í fyrstu þremur. Julius Randle var með þrennu, 28 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í 95-86 sigri New York Knicks á Cleveland og Jayson Tatum skoraði 14 af 27 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Boston Celtis vann 116-111 sigur á Indiana. Orlando Magic hélt aftir á móti sigurgöngu sinni áfram með 118-107 sigri á Oklahoma City Thunder. Nikola Vucevic var með 28 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða sigri Orlando liðsins í röð. Los Angeles Clippers kom til baka eftir skellinn á móti Dallas og vann 124-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Lou Williams var stigahæstur með 20 sitg en Paul George skoraði 18 stig. Liðið lék aftur án Kawhi Leonard. Joel Embiid var með 29 stig og 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 100-93 sigur á Toronto Raptors en Toronto liðið hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum. With 21 PTS, 15 REB, 11 AST tonight, Russell Westbrook joins Oscar Robertson as the only players in NBA history to record 3 triple-doubles in their first 3 games of a season. pic.twitter.com/HZzAlIMLcE— NBA History (@NBAHistory) December 30, 2020 Nikola Jokic og Russell Westbrook voru báðir með þrennur í tapleikjum. Russell Westbrook var með 21 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar í 115-107 tapi Washington Wizards á móti Chicago Bulls. Nikola Jokic var með 26 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar þegar Denver Nuggets tapaði 115-125 á móti Sacramento Kings. Jokic var líka með 10 tapaða bolta. With this rebound, Nikola Jokic notches his 44th career triple-double and passes Fat Lever for the most triple-doubles in @nuggets franchise history! pic.twitter.com/V4X2oBgg8c— NBA (@NBA) December 30, 2020 Þetta var fyrsti sigur Bulls liðsins en Wizards liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Milwaukee Bucks 97-144 Detroit Pistons - Golden State Warriors 106-116 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 86-95 Los Angeles Clippers - Minnesota Timberwolves 124-101 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 100-93 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 111-86 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 107-118 Washington Wizards - Chicago Bulls 107-115 Sacramento Kings - Denver Nuggets 125-115 Indiana Pacers - Boston Celtics 111-116
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Milwaukee Bucks 97-144 Detroit Pistons - Golden State Warriors 106-116 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 86-95 Los Angeles Clippers - Minnesota Timberwolves 124-101 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 100-93 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 111-86 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 107-118 Washington Wizards - Chicago Bulls 107-115 Sacramento Kings - Denver Nuggets 125-115 Indiana Pacers - Boston Celtics 111-116
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira