Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 10:39 Gunnar Valdimarsson verður næstu 14 daga heima með börnunum tveimur en þau eru öll smituð af kórónuveirunni. „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19,“ segir tónlistarmaðurinn og flúrarinn Gunnar Valdimarsson sem er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviði húðflúrunar. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta en staðið utan við sviðsljósið. Í gær kom í ljós að hann og börnin hans tvö höfðu öll verið greind með kórónusmit sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Svo fréttum við það að það er bara bekkur sonar okkar sem er í sóttkví. Svo menn hafa greinilega ekki alveg hugsað dæmið til enda því að þetta var kennari og enginn af kaffistofunni var settur í sóttkví. Því var brugðið á það ráð að loka skólanum. Svo var öllum skólum lokað hér í Ósló degi eða tveimur seinna,“ segir Gunnar sem var heima með börnunum sínum tveimur í gær og fór hann að taka eftir því að dóttir hans og barnsmóður hans var orðin nokkuð slöpp. „Sonur minn er til skiptis hjá mér og móður sinni. Svo fer ég að taka eftir því að dóttir mín er orðið slöpp og komin með hita. Hún hefur þá smitast af syni mínum sem er einkennalaus. Ég fer svo í framhaldinu að finna fyrir smá slappleika, hita og þurrka í hálsi. Það hefur ekki verið meira hjá mér og þetta kemur bara í ljós með tímanum. En ég held að þetta verði nú allt í góðu. Auðvitað skilur maður að fólk sé hrætt sem á við heilsufarsbresti að stríða en við erum öll hraust og ekkert að óttast í raun.“ Fær allt í einu bætur Hann segir að reglurnar í Noregi séu þannig að ef maður er greindur þá þarf maður að vera heima í 14 daga. „Ef maður verður mikið veikur er maður sóttur á sjúkrabíl. Það er ekki nóg pláss til að taka við þeim sem minna veikir eru, enda engin ástæða til. Það fyndna við þetta er að ríkisstjórnin var búin að loka á alla þjónustu þar sem snerting fer fram. Þar sem það er frekar erfitt að gera húðflúr án þess að snerta kúnnann þá þurftum við að loka í 14 daga. Það voru komnar einhverjar fréttir með að fólk sem er sjálfstætt starfandi, eins og ég og svo margir aðrir, fengju litlar bætur. Það voru allavega fyrstu fréttir. Sem mér fannst nú helvíti súrt. Svo greinist ég með veiruna og þá allt í einu á ég rétt á bótum. Ég og barnsmóðir mín erum afar róleg yfir þessu. En við tökum þessu samt alvarlega. Hittum ekki neitt fólk að sjálfsögðu og viljum ekki vera valdur af því að einhver með slæma heilsu veikist.“ Í október 2017 féll móðir hans frá eftir baráttu við krabbamein. „Móðir mín var slöpp í lungum þau síðustu ár sem hún lifði og hún hefði nú sennilega ekki komist í gengum þetta nema með herkjum. Þannig að maður skilur að fólk sé hrætt.“ Saga Gunnars Valdimarssonar er þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Hann hefur misst báða foreldra sína og fór í gegnum skilnað sem tók verulega á. Gunnar var gestur í Einkalífinu á dögunum og fór yfir harmrænt lífshlaup sitt í þættinum sem sjá má hér að neðan. Eftir alla erfiðleikana stofnaði hann hljómsveitina Gunnar The Fifth og semur hann tónlist til að koma sér í gegnum erfiða tíma. Einkalífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Gerðu lag og myndband í sóttkví 16. mars 2020 15:32 Upplifði gríðarlega mikla skömm eftir skilnaðinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið 3. mars 2020 14:30 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19,“ segir tónlistarmaðurinn og flúrarinn Gunnar Valdimarsson sem er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviði húðflúrunar. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta en staðið utan við sviðsljósið. Í gær kom í ljós að hann og börnin hans tvö höfðu öll verið greind með kórónusmit sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Svo fréttum við það að það er bara bekkur sonar okkar sem er í sóttkví. Svo menn hafa greinilega ekki alveg hugsað dæmið til enda því að þetta var kennari og enginn af kaffistofunni var settur í sóttkví. Því var brugðið á það ráð að loka skólanum. Svo var öllum skólum lokað hér í Ósló degi eða tveimur seinna,“ segir Gunnar sem var heima með börnunum sínum tveimur í gær og fór hann að taka eftir því að dóttir hans og barnsmóður hans var orðin nokkuð slöpp. „Sonur minn er til skiptis hjá mér og móður sinni. Svo fer ég að taka eftir því að dóttir mín er orðið slöpp og komin með hita. Hún hefur þá smitast af syni mínum sem er einkennalaus. Ég fer svo í framhaldinu að finna fyrir smá slappleika, hita og þurrka í hálsi. Það hefur ekki verið meira hjá mér og þetta kemur bara í ljós með tímanum. En ég held að þetta verði nú allt í góðu. Auðvitað skilur maður að fólk sé hrætt sem á við heilsufarsbresti að stríða en við erum öll hraust og ekkert að óttast í raun.“ Fær allt í einu bætur Hann segir að reglurnar í Noregi séu þannig að ef maður er greindur þá þarf maður að vera heima í 14 daga. „Ef maður verður mikið veikur er maður sóttur á sjúkrabíl. Það er ekki nóg pláss til að taka við þeim sem minna veikir eru, enda engin ástæða til. Það fyndna við þetta er að ríkisstjórnin var búin að loka á alla þjónustu þar sem snerting fer fram. Þar sem það er frekar erfitt að gera húðflúr án þess að snerta kúnnann þá þurftum við að loka í 14 daga. Það voru komnar einhverjar fréttir með að fólk sem er sjálfstætt starfandi, eins og ég og svo margir aðrir, fengju litlar bætur. Það voru allavega fyrstu fréttir. Sem mér fannst nú helvíti súrt. Svo greinist ég með veiruna og þá allt í einu á ég rétt á bótum. Ég og barnsmóðir mín erum afar róleg yfir þessu. En við tökum þessu samt alvarlega. Hittum ekki neitt fólk að sjálfsögðu og viljum ekki vera valdur af því að einhver með slæma heilsu veikist.“ Í október 2017 féll móðir hans frá eftir baráttu við krabbamein. „Móðir mín var slöpp í lungum þau síðustu ár sem hún lifði og hún hefði nú sennilega ekki komist í gengum þetta nema með herkjum. Þannig að maður skilur að fólk sé hrætt.“ Saga Gunnars Valdimarssonar er þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Hann hefur misst báða foreldra sína og fór í gegnum skilnað sem tók verulega á. Gunnar var gestur í Einkalífinu á dögunum og fór yfir harmrænt lífshlaup sitt í þættinum sem sjá má hér að neðan. Eftir alla erfiðleikana stofnaði hann hljómsveitina Gunnar The Fifth og semur hann tónlist til að koma sér í gegnum erfiða tíma.
Einkalífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Gerðu lag og myndband í sóttkví 16. mars 2020 15:32 Upplifði gríðarlega mikla skömm eftir skilnaðinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið 3. mars 2020 14:30 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Upplifði gríðarlega mikla skömm eftir skilnaðinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið 3. mars 2020 14:30
Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00