Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 12:32 Tobba Marínós fer um víðan völl í þættinum. Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Einkalífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira
Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði hún í áraraðir í fjölmiðlum. Hún hefur í gengum tíðina aldrei verið í vandræðum með að fá fín störf og hefur sannarlega komið víða við á sínum starfsferli. Tobba var gestur síðustu viku í Einkalífinu og hefur hún miklar og harðar skoðanir á launum kvenna í samfélaginu. „Ég hef alltaf verið frekar hátt launuð og verið í stjórnendastöðum og verið mjög vel sett og það er því frekar erfitt að taka þá ákvörðun að vera með 25% af þínum venjulegu launum,“ segir Tobba sem varð að taka á sig mikla launalækkun þegar hún fór út í granólabransann. Í dag er hún á frumkvöðlastyrk frá Nýsköpunarsjóði. „Þú skeinir þér á svona þynnsta klósettpappírnum þá mánuði sem þú ert á honum. Ég er ekki dottin í Slots bjórinn en það er stutt í það.“ Eins og áður segir hefur Tobba miklar skoðanir á launum kvenna. „Ég hef mikið skrifað um það og lokaritgerð mín í mastersnáminu fjallaði meðal annars um það hvað þetta er sturlað. Fyrsta dæmið er að við konur viljum fá sömu laun og karlmenn en hvað gerum við þegar við förum í launaviðtal, við berum okkur saman við hvor aðra. Þá er ég aldrei að fara fá sömu laun og karlmaður ef ég er alltaf að spyrja aðrar guggur. Ég ætti frekar að spyrja karlmann hvað hann væri með í laun. Við berum okkur saman og höldum því kannski ómeðvitað hvor annarri niðri.“ Hún segir að það virðist vera þannig að almennt þurfi konur að biðja oftar um launahækkun en karlmenn. „Og þurfa að biðja með meiri þunga á meðan karlmenn virðast bara fá launin. Nú hef ég tekið þónokkur launaviðtöl við karlmenn og konur og alltaf biðja strákarnir um hærri laun sem er svo svekkjandi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Tobba einnig um upphaf fjölmiðlaferilsins, móðurhlutverkið, fæðingar, brúðkaupið á Ítalíu síðasta sumar, nýja fyrirtækið, álagið að vera ofurkona, hvernig hún tekst á við áföll en hún missti systur sína fyrir nokkrum árum og margt fleira. Rekinn úr draumadjobbinu Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn
Einkalífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Sjá meira