Rússnesk skúffufyrirtæki vilja 50 milljarða dala frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 15:19 Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „kokkur Pútín“ á fyrirtækin sem um ræðir. Gety/Mikhail Metzel Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters. Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters.
Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira