Kevin Durant er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti NBA-stjarnan við Shams Charania, blaðamann The Athletic.
Durant sagði að sér liði ágætlega. „Farið varlega öllsömul. Hugsið vel um ykkur sjálf og haldið ykkur í sóttkví. Við munum komast í gegnum þetta,“ sagði Durant.
Kevin Durant tested positive for coronavirus, Durant tells @TheAthleticNBA @Stadium. Durant says he is feeling fine: "Everyone be careful, take care of yourself and quarantine. We're going to get through this."
— Shams Charania (@ShamsCharania) March 17, 2020
Brooklyn Nets, félag Durants, greindi frá því í dag að fjórir leikmenn liðsins hefðu smitast af kórónuveirunni. Í tilkynningu félagsins sagði að aðeins einn þeirra hefði sýnt einkenni sjúkdómsins en að hinir þrír væru einkennalausir. Samkvæmt Charania er Durant einn þeirra þriggja.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir að staðfest sé að að minnsta kosti 184.000 jarðarbúa hafi smitast af kórónuveirunni, og þar af hafi yfir 7.500 manns látist.