Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fimm liggja á Landspítalanum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar sem koma til landsins að fara í sóttkví.

Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður farið yfir stöðuna varðandi kórónuveirufaraldurinn, bæði innan og utan landssteinanna. Verður þar meðal annars rætt við ítalska konu sem segir vini sína sem starfa á spítölum, hafa þurft að taka upp hinstu skilaboð deyjandi fólks í einangrun, til ættingja sem var bannað að heimsækja það vegna COVID-19 sjúkdómsins. 

Þá verður rætt við íslenska konu sem býr í ítalska bænum Bergamo, en þar segir hún lækna þurfa að velja hverjir fái að lifa.

Einnig verður rætt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, en hann segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30, í opinni dagskrá eins og alltaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×