Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2020 20:30 Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgar- og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. Allir keyptir leikhúsmiðar verða tryggðir og færast yfir á næsta leikár. Ákvörðunin um að sýna ekki fleiri sýningar þar sem eftir lifir þessa leikárs var tekin af hálfu Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins í gær. Bæði leikhús munu hefja nýtt leikár fyrr en vanalega í haust og af miklum krafti. „Framkvæmdin verður einfaldlega þannig að við munum færa þær sýningar sem áttu að vera núna í vor og fram á sumar yfir á næsta leikár. Allir þeir sem eiga miða hjá okkur í Borgarleikhúsinu, þeirra miðar eru tryggðir og við færum dagskránna bara í heilu lagi,“ sagði Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri. Brynhildur Guðjónsdóttir er Borgarleikhússtjóri.EGILL AÐALSTEINS Þó að það sé ekki mikið um líf í húsinu í dag þá standa vonir til að hér verði fullt hús af lífi í ágúst. Framkvæmdin er eins hjá leikhúsunum. Þeir sem áttu miða núna í vor fá nýja miða í haust. „Þeir þurfa bara að hafa samband og við munum ráða úr því að fólk fær nýjar dagsetningar fyrir miðana sína sem þeir áttu í vor,“ sagði Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín er listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu.EGILL AÐALSTEINS Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema í afar sérstökum aðstæðum en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Brynhildur segir að óframkvæmanlegt hafi verið að hleypa einungis undir 50 manns í einu í salinn eftir þann 4. maí. „Þó svo að við gætum dreift fólki fallega um salinn okkar og haft tvo metra á milli þá þarf fólk að komast einhvern veginn inn og út, fólk þarf að nota salerni. Hér erum við með veitingasölu. Þannig þetta er óframkvæmanlegt og óskynsamlegt,“ sagði Brynhildur. Er þetta mikið fjárhagslegt tjón? „Við þurfum bara að skoða það. Við erum ekki mikið að hugsa um það akkúrat núna,“ sagði Hrafnhildur. „Þetta er mikill skellur fyrir fyrirtæki eins og okkar. Við erum í rekstrarstöðvun og erum fyrirtæki með mikinn sjálfafla og eins og allar listastofnanir þá er þetta mjög erfitt fyrir öll samkomuhús sem reiða sig á samkomur en eru í samkomubanni,“ sagði Brynhildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira