„Þetta er nákvæmlega sú kynslóð sem vill aldrei vera byrði“ Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2020 10:51 Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Vísir Mikilvægt er að aðstandendur geri sér grein fyrir því að margir eldri borgarar vilji ekki vera byrði og forðist jafnvel að óska eftir aðstoð ef á þarf að halda. Þetta eigi einkum við um þá sem búi einir og eru sérstaklega einangraðir á tímum kórónuveirunnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sem hvetur eldri borgara til þess að nýta sér tæknina í auknum mæli. Rætt var við hana um stöðu þessa hóps í morgunþættinum Bítinu í dag. Tíu þúsund eldri borgarar búa einir Þórunn minnir á að um sé að ræða fólk allt frá sextugu upp í hundrað ára og því sé um að ræða fjölbreyttan hóp þar sem aðstæður eru misjafnar. Nú séu til að mynda tíu þúsund manns á þessum aldri sem búi einir og þau upplifi mörg óöryggi á þessum óvenjulegum tímum. Aðstandendur þurfi að vera meðvitaðir um það að fólk sé misduglegt að óska eftir hjálp. „Það segir „það er allt í lagi hjá mér“ við börnin sín og maður þarf að vera svolítill sálfræðingur til að segja „heyrðu ég ætla nú samt að gá í ísskápinn, er alveg örugglega eitthvað til?“ Ég þekki mörg svona dæmi þar sem er sagt „neineinei ég ætla bara að panta mér mat þarna og þarna“ en svo gerist það ekki.“ „Þetta er nákvæmlega sú kynslóð sem vill aldrei vera byrði, það er bara ekki til í þeirra orðabók.“ Hafa varla undan að senda út kennsluefni á spjaldtölvur Þórunn segir mikilvægt að fólk nýti sér tæknina til samskipta á meðan margir eldri borgarar hafi nú færri tækifæri til þess að hitta aðstandendur sína og taka þátt í tómstundastarfi. Dæmi séu um að hjúkrunarheimili notist nú í auknum mæli við spjaldtölvur í þeim tilgangi að hjálpa heimilisfólkinu að hafa samband við sína nánustu og að félög eldri borgara leggi áherslu á að fólk nýti tímann til að læra á slíkar tölvur. Áhugi á tölvukennsluefni félagsins hefur samhliða því aukist að undanförnu og hafa starfsmenn Landssambands eldri borgara varla undan að koma heftunum í póst. „Fólk segir „við ætlum að komast þessa leið, við ætlum ekki að láta hindra okkur“ eins og að geta pantað mat, lesið stuttar fréttir og séð myndir af barnabörnunum sínum eða tala við nágrannann.“ Að sögn Þórunnar er notast við svonefnda velferðartækni í miklum mæli í nágrannalöndum okkar og spjaldtölvur til dæmis notaðar af félagsþjónustu til að ræða við fólk sem býr eitt heima. Sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg séu nú að feta þessu sömu leið. Góð hreyfing og næring mikilvæg nú sem endranær Hreyfing er ekki síður mikilvæg í því ástandi sem nú ríkir og segir Þórunn að það gangi ótrúlega vel að koma þeim skilaboðum til þessa hóps. Eldri borgurum sem hreyfi sig reglulega, til að mynda með göngutúrum, fari nú fjölgandi. „En það er líka einn og einn sem verður fyrir kvíða og fer jafnvel ekki á fætur og ég hef áhyggjur af því. Við höfum líka áhyggjur af næringunni.“ Einnig sé mikilvægt að passa að drukkið sé nóg af vatni en að sögn Þórunnar minnkar tilfinningin fyrir þorsta þegar fólk eldist. Hrannast inn til að bjóða fram aðstoð Þórunn segir að það sé gott að hugsa til þess að fjölmargir hafi nú samband við samtökin og bjóði fram aðstoð sína. Einnig er búið að stofna hóp á Facebook sem ber nafnið Hjálpum fólki í áhættufólki þar sem fólk hrannast inn sem sé tilbúið að hjálpa öðrum. „Það eru líka fleiri hjálparhópar komnir sem segja „við viljum gera eitthvað fyrir aðra“ og það er bara mál málanna að við tökum öll höndum saman, því þetta stríð vinnst ekki öðruvísi en þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bítið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Mikilvægt er að aðstandendur geri sér grein fyrir því að margir eldri borgarar vilji ekki vera byrði og forðist jafnvel að óska eftir aðstoð ef á þarf að halda. Þetta eigi einkum við um þá sem búi einir og eru sérstaklega einangraðir á tímum kórónuveirunnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, sem hvetur eldri borgara til þess að nýta sér tæknina í auknum mæli. Rætt var við hana um stöðu þessa hóps í morgunþættinum Bítinu í dag. Tíu þúsund eldri borgarar búa einir Þórunn minnir á að um sé að ræða fólk allt frá sextugu upp í hundrað ára og því sé um að ræða fjölbreyttan hóp þar sem aðstæður eru misjafnar. Nú séu til að mynda tíu þúsund manns á þessum aldri sem búi einir og þau upplifi mörg óöryggi á þessum óvenjulegum tímum. Aðstandendur þurfi að vera meðvitaðir um það að fólk sé misduglegt að óska eftir hjálp. „Það segir „það er allt í lagi hjá mér“ við börnin sín og maður þarf að vera svolítill sálfræðingur til að segja „heyrðu ég ætla nú samt að gá í ísskápinn, er alveg örugglega eitthvað til?“ Ég þekki mörg svona dæmi þar sem er sagt „neineinei ég ætla bara að panta mér mat þarna og þarna“ en svo gerist það ekki.“ „Þetta er nákvæmlega sú kynslóð sem vill aldrei vera byrði, það er bara ekki til í þeirra orðabók.“ Hafa varla undan að senda út kennsluefni á spjaldtölvur Þórunn segir mikilvægt að fólk nýti sér tæknina til samskipta á meðan margir eldri borgarar hafi nú færri tækifæri til þess að hitta aðstandendur sína og taka þátt í tómstundastarfi. Dæmi séu um að hjúkrunarheimili notist nú í auknum mæli við spjaldtölvur í þeim tilgangi að hjálpa heimilisfólkinu að hafa samband við sína nánustu og að félög eldri borgara leggi áherslu á að fólk nýti tímann til að læra á slíkar tölvur. Áhugi á tölvukennsluefni félagsins hefur samhliða því aukist að undanförnu og hafa starfsmenn Landssambands eldri borgara varla undan að koma heftunum í póst. „Fólk segir „við ætlum að komast þessa leið, við ætlum ekki að láta hindra okkur“ eins og að geta pantað mat, lesið stuttar fréttir og séð myndir af barnabörnunum sínum eða tala við nágrannann.“ Að sögn Þórunnar er notast við svonefnda velferðartækni í miklum mæli í nágrannalöndum okkar og spjaldtölvur til dæmis notaðar af félagsþjónustu til að ræða við fólk sem býr eitt heima. Sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg séu nú að feta þessu sömu leið. Góð hreyfing og næring mikilvæg nú sem endranær Hreyfing er ekki síður mikilvæg í því ástandi sem nú ríkir og segir Þórunn að það gangi ótrúlega vel að koma þeim skilaboðum til þessa hóps. Eldri borgurum sem hreyfi sig reglulega, til að mynda með göngutúrum, fari nú fjölgandi. „En það er líka einn og einn sem verður fyrir kvíða og fer jafnvel ekki á fætur og ég hef áhyggjur af því. Við höfum líka áhyggjur af næringunni.“ Einnig sé mikilvægt að passa að drukkið sé nóg af vatni en að sögn Þórunnar minnkar tilfinningin fyrir þorsta þegar fólk eldist. Hrannast inn til að bjóða fram aðstoð Þórunn segir að það sé gott að hugsa til þess að fjölmargir hafi nú samband við samtökin og bjóði fram aðstoð sína. Einnig er búið að stofna hóp á Facebook sem ber nafnið Hjálpum fólki í áhættufólki þar sem fólk hrannast inn sem sé tilbúið að hjálpa öðrum. „Það eru líka fleiri hjálparhópar komnir sem segja „við viljum gera eitthvað fyrir aðra“ og það er bara mál málanna að við tökum öll höndum saman, því þetta stríð vinnst ekki öðruvísi en þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bítið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira