Sportpakkinn: Kem með titilinn heim við fyrsta tækifæri Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 19:00 Júlían J. K. Jóhannsson getur áfram æft af kappi þrátt fyrir að keppnishald liggi niðri. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 SPORT Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, þarf að bíða með að gera atlögu að Evrópumeistaratitli í kraftlyftingum en EM hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar. Hann ætlar sér heimsmeistaratitil á næstu þremur árum. Júlían ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og má sjá innslagið hér að neðan. Eftir frábært keppnisár í fyrra þarf Júlían nú líkt og aðrir að bíða og sjá hvenær hægt verður að keppa að nýju. Júlían vann bronsverðlaun á HM í nóvember síðastliðnum og bætti þá eigið heimsmet í réttstöðulyftu. Á EM í Tékklandi síðasta sumar vann hann til silfurverðlauna þegar hann lyfti 1.115 kg samanlagt, og áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann lofað að koma heim með Evrópumeistaratitil í maí. „Eins og ég gaf út hér í byrjun árs þá sá ég fyrir mér Evrópumeistaratitil núna í maí. Mótinu er frestað og í raun veit ég ekki hvenær það verður, en ef að ég kemst ekki á EM þetta árið þá kem ég með titilinn heim á næsta árið eða við fyrsta tækifæri. Heimsmeistaratitillinn er stóri draumurinn. Ég er búinn að komast á pall þrisvar sinnum og stefni að því aftur í ár, og að komast inn á heimsleikana á næsta ári. Það er stærsta mótið sem okkur kraftlyftingamönnum gefst kostur á. Þar ætla ég mér stóra hluti og ég sé heimsmeistaratitil fyrir mér innan þriggja ára,“ sagði Júlían. Klippa: Júlían þarf að bíða eftir Evrópumeistaratitlinum Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, þarf að bíða með að gera atlögu að Evrópumeistaratitli í kraftlyftingum en EM hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar. Hann ætlar sér heimsmeistaratitil á næstu þremur árum. Júlían ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og má sjá innslagið hér að neðan. Eftir frábært keppnisár í fyrra þarf Júlían nú líkt og aðrir að bíða og sjá hvenær hægt verður að keppa að nýju. Júlían vann bronsverðlaun á HM í nóvember síðastliðnum og bætti þá eigið heimsmet í réttstöðulyftu. Á EM í Tékklandi síðasta sumar vann hann til silfurverðlauna þegar hann lyfti 1.115 kg samanlagt, og áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann lofað að koma heim með Evrópumeistaratitil í maí. „Eins og ég gaf út hér í byrjun árs þá sá ég fyrir mér Evrópumeistaratitil núna í maí. Mótinu er frestað og í raun veit ég ekki hvenær það verður, en ef að ég kemst ekki á EM þetta árið þá kem ég með titilinn heim á næsta árið eða við fyrsta tækifæri. Heimsmeistaratitillinn er stóri draumurinn. Ég er búinn að komast á pall þrisvar sinnum og stefni að því aftur í ár, og að komast inn á heimsleikana á næsta ári. Það er stærsta mótið sem okkur kraftlyftingamönnum gefst kostur á. Þar ætla ég mér stóra hluti og ég sé heimsmeistaratitil fyrir mér innan þriggja ára,“ sagði Júlían. Klippa: Júlían þarf að bíða eftir Evrópumeistaratitlinum
Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira