Allir íbúar í Húnaþingi vestra í úrvinnslusóttkví Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 18:46 Frá Hvammstanga sem er í Húnaþingi vestra. Getty Allir íbúar sveitarfélagsins Húnaþings vestra skulu sæta úrvinnslusóttkví frá klukkan 22 í kvöld. Er gripið til þessarar ráðstöfunar vegna grunsemda um víðtækt smit í sveitarfélaginu og verður því að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar í umdæminu. Fyrr í kvöld var greint frá því að ákveðið hafi verið að herða reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Eru aðgerðirnar í samræmi við orð Víðis Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem hann lét falla í samtali við Vísi í gær. „Úrvinnslusóttkví er tímabundin ráðstöfun meðan unnið er að smitrakningu. Í henni felst að einungis einn aðili af hverju heimili getur í hvert sinn yfirgefið heimilið til að afla aðfanga. Úrvinnslusóttkvíin gildir ekki um lífsnauðsynlega starfsemi, s.s. hjúkrunarheimili, sjúkrahús og dreifingu og verslun með matvæli og eldsneyti. Ofangreind ákvörðun gildir þar til aðgerðarstjórn tilkynnir um annað. Jafnhliða gildir almennt samkomubann svo sem þegar hefur verið auglýst en þó með þeirri breytingu að hámarksfjöldi aðila sem mega koma saman í Húnaþingi vestra eru 5 aðilar. Höfðað er til samfélagslegrar ábyrgðar allra íbúa til að virða ofangreint og vera alls ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Húnaþing vestra Tengdar fréttir Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Allir íbúar sveitarfélagsins Húnaþings vestra skulu sæta úrvinnslusóttkví frá klukkan 22 í kvöld. Er gripið til þessarar ráðstöfunar vegna grunsemda um víðtækt smit í sveitarfélaginu og verður því að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar í umdæminu. Fyrr í kvöld var greint frá því að ákveðið hafi verið að herða reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Eru aðgerðirnar í samræmi við orð Víðis Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem hann lét falla í samtali við Vísi í gær. „Úrvinnslusóttkví er tímabundin ráðstöfun meðan unnið er að smitrakningu. Í henni felst að einungis einn aðili af hverju heimili getur í hvert sinn yfirgefið heimilið til að afla aðfanga. Úrvinnslusóttkvíin gildir ekki um lífsnauðsynlega starfsemi, s.s. hjúkrunarheimili, sjúkrahús og dreifingu og verslun með matvæli og eldsneyti. Ofangreind ákvörðun gildir þar til aðgerðarstjórn tilkynnir um annað. Jafnhliða gildir almennt samkomubann svo sem þegar hefur verið auglýst en þó með þeirri breytingu að hámarksfjöldi aðila sem mega koma saman í Húnaþingi vestra eru 5 aðilar. Höfðað er til samfélagslegrar ábyrgðar allra íbúa til að virða ofangreint og vera alls ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Húnaþing vestra Tengdar fréttir Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04
Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45