Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 20:00 Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, er ein þeirra sem lagt hafa mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana en hún ætlaði sér að ná lágmarki í 50 metra skriðsundi á Evrópumótinu sem átti að fara fram í maí en hefur verið frestað fram yfir Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar. „Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki hvort það verður neitt mót fyrir mig til að komast inn á Ólympíuleikana. Núna þurfum við bara að bíða og sjá. Það er búið að fresta Íslandsmótinu og við vitum ekki hvenær það verður eða hvort það verður. Ég vona að það verði í maí eða júní, og þá gæti ég reynt að ná inn á Ólympíuleikana þar,“ sagði Ingibjörg við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. „Ég reyni að vera jákvæð en það er rosalega erfitt eins og staðan er núna. Maður er bara að æfa einn, reynir að hlusta á allt og virða tveggja metra regluna. Ólympíuleikarnir eru ennþá settir á í júlí svo maður verður að halda áfram að æfa, og reyna að gera eins mikið og maður getur gert. Reyna að gera eitthvað hérna heima en ég þarf sundlaug. Ég á ekki 50 metra sundlaug hérna heima þannig að ég þarf að fara í sundlaugina að synda. Þetta er erfitt,“ sagði Ingibjörg. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Sjá meira
Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, er ein þeirra sem lagt hafa mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana en hún ætlaði sér að ná lágmarki í 50 metra skriðsundi á Evrópumótinu sem átti að fara fram í maí en hefur verið frestað fram yfir Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar. „Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki hvort það verður neitt mót fyrir mig til að komast inn á Ólympíuleikana. Núna þurfum við bara að bíða og sjá. Það er búið að fresta Íslandsmótinu og við vitum ekki hvenær það verður eða hvort það verður. Ég vona að það verði í maí eða júní, og þá gæti ég reynt að ná inn á Ólympíuleikana þar,“ sagði Ingibjörg við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. „Ég reyni að vera jákvæð en það er rosalega erfitt eins og staðan er núna. Maður er bara að æfa einn, reynir að hlusta á allt og virða tveggja metra regluna. Ólympíuleikarnir eru ennþá settir á í júlí svo maður verður að halda áfram að æfa, og reyna að gera eins mikið og maður getur gert. Reyna að gera eitthvað hérna heima en ég þarf sundlaug. Ég á ekki 50 metra sundlaug hérna heima þannig að ég þarf að fara í sundlaugina að synda. Þetta er erfitt,“ sagði Ingibjörg.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Sjá meira
Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48