Vill aflýsa Serie A vegna „plágunnar“ sem nú geisar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 15:45 Birkir og Paulo Dybala í leik Brescia og Juventus. Dybala hefur síðan greinst með COVID-19. Valerio Pennicino/Juventus FC via Getty Images Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði. Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði.
Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00
Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15