Vill aflýsa Serie A vegna „plágunnar“ sem nú geisar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 15:45 Birkir og Paulo Dybala í leik Brescia og Juventus. Dybala hefur síðan greinst með COVID-19. Valerio Pennicino/Juventus FC via Getty Images Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði. Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Massimo Cellino, forseti Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni vill aflýsa leiktíðinni. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins í janúar á þessu ári. Ítalía er það Evrópuland sem hefur komið hvað verst út úr kórónuveirunni. Alls hafa tæplega 5000 manns dáið í landinu og sett var á útgöngubann fyrir þónokkru síðan. Lombardy-hérað, þar sem Brescia er staðsett, er það svæði landsins sem stendur hvað verst að vígi. Alls búa um tíu milljónir manns á svæðinu, 25 þúsund hafa greinst með veiruna til þessa og 3000 hafa látið lífið. Cellino telur það fásinnu að lið séu að íhuga að snúa aftur til æfinga á næstu dögum. Lazio, sem situr í 2. sæti aðeins stigi á eftir Juventus, hafa gefið það út að þeir vilji hefja æfingar strax á mánudag. Þá vill Napoli einnig hefja æfingar í næstu viku. Útgöngubann landsins rennur út á miðvikudaginn og er talið að sum lið muni boða leikmenn sína til æfinga um leið og tækifæri gefst. Let Lazio have the title... this is the plague!'Brescia chief Massimo Cellino insists Serie A season is OVERhttps://t.co/urmYE8xJbZ— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2020 „Það verður að færa allt þangað til á næstu leiktíð. Það er tími til að fólk horfist í augu við það. Þetta er plága,“ segir Cellino um ástandið. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu hefur gefið í skyn að útgöngubannið verði framlengt um vikur ef ekki mánuði. Celino tekur heilshugar undir það. „Þessari leiktíð er lokið. Hver sá sem vill þennan bölvaða titil má taka hann, þessu er lokið. Og ég er ekki að segja þetta því Brescia er í neðsta sæti deildarinnar. Við erum þar því við eigum það skilið,“ sagði Cellino að lokum. Hvergi kemur þó fram hvort Cellino sé að segja að Brescia eigi að leika í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð en reikna má með að félagið yrði af gríðarlegum fjármunum ef svo yrði.
Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00 Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Maldini-feðgarnir smituðust Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan greindi frá því í gær að feðgarnir Paolo Maldini og Daniel Maldini hefðu smitast af kórónuveirunni. 22. mars 2020 09:00
Dybala og frú með veiruna Paulo Dybala er þriðji leikmaður Ítalíumeistara Juventus í fótbolta sem greinist með kórónuveiruna en hann segir líðan sína góða. 21. mars 2020 19:15