Leikmenn á Íslandi hafa áhyggjur | Ástandið ekki gott áður en þessi faraldur fór af stað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 22:00 Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir ljóst að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar bíti íþróttafélög landsins sem hafi auk þess ekki verið í sérlega góðri stöðu áður en veiran breiddist út. „Ástandið var kannski ekki sérstaklega gott áður en þessi faraldur fór af stað. Við vorum búin að heyra að sum félög væru í erfiðleikum með að greiða laun, og reksturinn hefur verið pínu erfiður það sem af er ári. Svo bætist þetta [kórónuveiran] ofan á þau vandamál sem voru fyrir. Það eru því augljóslega vandamál hjá félögunum, og kannski skiljanlega að einhverju leyti, þannig að leikmenn hafa vissar áhyggjur af því hvernig framhaldið verður,“ sagði Arnar Sveinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Það sem ég held að sé langmikilvægast er að menn séu hreinskilnir. Að félögin séu hreinskilin við leikmennina sína. Það sé ekki verið að fela eitthvað fyrir leikmönnum og segja að það sé allt í góðu ef svo er ekki. Bara taka opinskátt samtal við leikmennina og segja þeim hver staðan er, og þá standa menn líka eftir með mikið samstarfsfúsari leikmenn en ef þetta væri öfugt,“ sagði Arnar Sveinn, sem er leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Hann er bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta fari fram en því var í nýliðinni viku frestað fram í miðjan maí. „Ég held að það sé hægt að spila þetta mót, hvort sem það byrjar í maí, júní eða júlí. Það verður með skrýtnum hætti, og Íslandsmótið verður alltaf pínu skrýtið úr því sem komið er. Við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er ekki í höndum neins, það er enginn að gera neitt rangt í þessum aðstæðum. Við þurfum bara að vera hreinskilin, tala saman, finna lausnir á þessu saman og komast í gegnum þetta saman.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, segir ljóst að efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar bíti íþróttafélög landsins sem hafi auk þess ekki verið í sérlega góðri stöðu áður en veiran breiddist út. „Ástandið var kannski ekki sérstaklega gott áður en þessi faraldur fór af stað. Við vorum búin að heyra að sum félög væru í erfiðleikum með að greiða laun, og reksturinn hefur verið pínu erfiður það sem af er ári. Svo bætist þetta [kórónuveiran] ofan á þau vandamál sem voru fyrir. Það eru því augljóslega vandamál hjá félögunum, og kannski skiljanlega að einhverju leyti, þannig að leikmenn hafa vissar áhyggjur af því hvernig framhaldið verður,“ sagði Arnar Sveinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. „Það sem ég held að sé langmikilvægast er að menn séu hreinskilnir. Að félögin séu hreinskilin við leikmennina sína. Það sé ekki verið að fela eitthvað fyrir leikmönnum og segja að það sé allt í góðu ef svo er ekki. Bara taka opinskátt samtal við leikmennina og segja þeim hver staðan er, og þá standa menn líka eftir með mikið samstarfsfúsari leikmenn en ef þetta væri öfugt,“ sagði Arnar Sveinn, sem er leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Hann er bjartsýnn á að Íslandsmótið í fótbolta fari fram en því var í nýliðinni viku frestað fram í miðjan maí. „Ég held að það sé hægt að spila þetta mót, hvort sem það byrjar í maí, júní eða júlí. Það verður með skrýtnum hætti, og Íslandsmótið verður alltaf pínu skrýtið úr því sem komið er. Við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er ekki í höndum neins, það er enginn að gera neitt rangt í þessum aðstæðum. Við þurfum bara að vera hreinskilin, tala saman, finna lausnir á þessu saman og komast í gegnum þetta saman.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00 Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna í íslenska fótboltanum. 20. mars 2020 10:00
Byrjun fótboltatímabilsins frestað fram í miðjan maí Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í dag að fresta byrjun Íslandsmótsins og bikarkeppninnar í fótbolta. Nú er áætlað að keppni í þessum mótum hefjist um miðjan maí. 19. mars 2020 19:41