Forsætisráðherra á að halda sig heima Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 11:19 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á kynningarfundi í Hörpu um helgina þar sem efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur fengið tilmæli um að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatöku sem hún fór í vegna kórónuveirunnar liggur fyrir. Hún var því ekki í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun en í færslu á Facebook greinir Katrín frá því að yngsti sonur hennar sé í einum þeirra bekkja í Melaskóla sem sendir voru í sóttkví í gær. Hann og pabbi hans hafi því ákveðið að flytja út af heimilinu. „Í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku. Þar sem ég hef verið dugleg að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda þá geri ég það að sjálfsögðu líka – en það er ástæðan fyrir því að ég mætti ekki í óundirbúnar fyrirspurnir í morgun (en einhverjir fjölmiðlar hafa sent mér fyrirspurnir um það). Við erum nefnilega öll almannavarnir og getum öll lagt okkar af mörkum til að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Katrín á Facebook. Það var í gær sem Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla, sendi öllum foreldrum við skólann tölvupóst og sagði frá því að starfsmaður skólans sem einnig starfar í frístundaheimilinu Selinu hefði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Starfsmaðurinn væri ekki veikur en virðist hafa fengið væg einkenni. Vegna þessa hafi því nokkrir starfsmenn og nemendur í þremur bekkjum sem hittu hann undir lok síðustu viku að fara í fjórtán daga sóttkví. Í póstinum sagði jafnframt af því að síðan samkomubann tók gildi á mánudaginn í síðustu viku hafa skólabyggingarnar tvær verið aðskildar. Þá hafi enginn samgangur verið á milli hópanna sem starfa í húsunum tveimur. Farið hafi verið eftir hólfaskiptingu og þess gætt að hóparnir og teymin sem þar vinni séu aðskilin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinstri græn Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira