Útlit fyrir að meira milt loft komist til landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2020 09:39 Álftarpar á Árbæjarlóni í morgun í suðvestan éljagangi með Breiðholtshvarf í baksýn. Nú styttist í að þessi stærsti fugl Íslands fari að huga að hreiðurgerð og varpi. Mynd/KMU Loksins sjást merki þess í langtímaspám að Vetur konungur búi sig undir að slaka á klóm sínum og gefa eftir gagnvart mildari vindum vorkomunnar, nú þegar innan við mánuður er í sumardaginn fyrsta, sem í ár er 23. apríl. „Útlit er fyrir að enn meira milt loft komist til okkar um og eftir helgi og gæti jafnvel staðið í nokkra daga og ætti þá að taka enn meira af snjónum sem fyrir er,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, sem varar jafnframt við snjóaleysingum: „Þar sem mikil snjóþyngsli eru um norðanvert landið og á Vestfjörðum er gott að hafa í huga að leysingavatn finnur alltaf stystu leið og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum eins og kostur er.“ Íbúar suðvesturhornsins þurfa þó allra næstu daga að búa við áframhaldandi éljagang meðan íbúar fyrir norðan og austan fá veðurblíðu, miðað við lýsingu veðurfræðingsins á skammtímaspánni: „Suðvestanáttin verður ríkjandi hjá okkur næstu daga. Éljagangur á vestanverðu landinu og getur náð austur með norðvesturlandi og eins með suðausturströndinni, en oftast er bjart og fallegt veður á Norðaustur- og Austurlandi í suðvestanáttinni. Hiti ætti víðast hvar að komast í 1 til 4 stig að deginum á láglendi en reikna má með að hitinn falli undir frostmark að næturlagi.“ Um næstu helgi er hins vegar spáð hlýnandi veðri, það gæti verið orðið frostlaust í öllum byggðum landsins á sunnudag og dagana eftir helgi. Á veðurvefnum Bliku er einnig fjallað um þau umskipti sem eru í vændum í veðrinu: „Háþrýstisvæði byggist upp fyrir sunnan land, það „klippir á" aðstreymið úr vestri. Í staðinn beinist til okkar mun mildara loft ættað úr suðri og suðvestri. Það sem meira er að með háþrýstisvæðinu er tiltölulega þurrt, sennilega háskýjabreiður með sólarglennum á laugardag og sunnudag. Ef nær að blása norður yfir fjöllin berst milda loftið niður í byggðir og tekur til við að bræða snjófyrningarnar fyrir vestan- og norðan.“ Þetta gæti þó orðið skammgóður vermir: „Langtímaspár benda hins vegar til þess að þessi umskipti séu ekki varanleg og norðanskot gæti fylgt í kjölfarið í næstu viku,“ segir á Bliku. Veður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Loksins sjást merki þess í langtímaspám að Vetur konungur búi sig undir að slaka á klóm sínum og gefa eftir gagnvart mildari vindum vorkomunnar, nú þegar innan við mánuður er í sumardaginn fyrsta, sem í ár er 23. apríl. „Útlit er fyrir að enn meira milt loft komist til okkar um og eftir helgi og gæti jafnvel staðið í nokkra daga og ætti þá að taka enn meira af snjónum sem fyrir er,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, sem varar jafnframt við snjóaleysingum: „Þar sem mikil snjóþyngsli eru um norðanvert landið og á Vestfjörðum er gott að hafa í huga að leysingavatn finnur alltaf stystu leið og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum eins og kostur er.“ Íbúar suðvesturhornsins þurfa þó allra næstu daga að búa við áframhaldandi éljagang meðan íbúar fyrir norðan og austan fá veðurblíðu, miðað við lýsingu veðurfræðingsins á skammtímaspánni: „Suðvestanáttin verður ríkjandi hjá okkur næstu daga. Éljagangur á vestanverðu landinu og getur náð austur með norðvesturlandi og eins með suðausturströndinni, en oftast er bjart og fallegt veður á Norðaustur- og Austurlandi í suðvestanáttinni. Hiti ætti víðast hvar að komast í 1 til 4 stig að deginum á láglendi en reikna má með að hitinn falli undir frostmark að næturlagi.“ Um næstu helgi er hins vegar spáð hlýnandi veðri, það gæti verið orðið frostlaust í öllum byggðum landsins á sunnudag og dagana eftir helgi. Á veðurvefnum Bliku er einnig fjallað um þau umskipti sem eru í vændum í veðrinu: „Háþrýstisvæði byggist upp fyrir sunnan land, það „klippir á" aðstreymið úr vestri. Í staðinn beinist til okkar mun mildara loft ættað úr suðri og suðvestri. Það sem meira er að með háþrýstisvæðinu er tiltölulega þurrt, sennilega háskýjabreiður með sólarglennum á laugardag og sunnudag. Ef nær að blása norður yfir fjöllin berst milda loftið niður í byggðir og tekur til við að bræða snjófyrningarnar fyrir vestan- og norðan.“ Þetta gæti þó orðið skammgóður vermir: „Langtímaspár benda hins vegar til þess að þessi umskipti séu ekki varanleg og norðanskot gæti fylgt í kjölfarið í næstu viku,“ segir á Bliku.
Veður Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent