Útlit fyrir að meira milt loft komist til landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2020 09:39 Álftarpar á Árbæjarlóni í morgun í suðvestan éljagangi með Breiðholtshvarf í baksýn. Nú styttist í að þessi stærsti fugl Íslands fari að huga að hreiðurgerð og varpi. Mynd/KMU Loksins sjást merki þess í langtímaspám að Vetur konungur búi sig undir að slaka á klóm sínum og gefa eftir gagnvart mildari vindum vorkomunnar, nú þegar innan við mánuður er í sumardaginn fyrsta, sem í ár er 23. apríl. „Útlit er fyrir að enn meira milt loft komist til okkar um og eftir helgi og gæti jafnvel staðið í nokkra daga og ætti þá að taka enn meira af snjónum sem fyrir er,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, sem varar jafnframt við snjóaleysingum: „Þar sem mikil snjóþyngsli eru um norðanvert landið og á Vestfjörðum er gott að hafa í huga að leysingavatn finnur alltaf stystu leið og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum eins og kostur er.“ Íbúar suðvesturhornsins þurfa þó allra næstu daga að búa við áframhaldandi éljagang meðan íbúar fyrir norðan og austan fá veðurblíðu, miðað við lýsingu veðurfræðingsins á skammtímaspánni: „Suðvestanáttin verður ríkjandi hjá okkur næstu daga. Éljagangur á vestanverðu landinu og getur náð austur með norðvesturlandi og eins með suðausturströndinni, en oftast er bjart og fallegt veður á Norðaustur- og Austurlandi í suðvestanáttinni. Hiti ætti víðast hvar að komast í 1 til 4 stig að deginum á láglendi en reikna má með að hitinn falli undir frostmark að næturlagi.“ Um næstu helgi er hins vegar spáð hlýnandi veðri, það gæti verið orðið frostlaust í öllum byggðum landsins á sunnudag og dagana eftir helgi. Á veðurvefnum Bliku er einnig fjallað um þau umskipti sem eru í vændum í veðrinu: „Háþrýstisvæði byggist upp fyrir sunnan land, það „klippir á" aðstreymið úr vestri. Í staðinn beinist til okkar mun mildara loft ættað úr suðri og suðvestri. Það sem meira er að með háþrýstisvæðinu er tiltölulega þurrt, sennilega háskýjabreiður með sólarglennum á laugardag og sunnudag. Ef nær að blása norður yfir fjöllin berst milda loftið niður í byggðir og tekur til við að bræða snjófyrningarnar fyrir vestan- og norðan.“ Þetta gæti þó orðið skammgóður vermir: „Langtímaspár benda hins vegar til þess að þessi umskipti séu ekki varanleg og norðanskot gæti fylgt í kjölfarið í næstu viku,“ segir á Bliku. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Loksins sjást merki þess í langtímaspám að Vetur konungur búi sig undir að slaka á klóm sínum og gefa eftir gagnvart mildari vindum vorkomunnar, nú þegar innan við mánuður er í sumardaginn fyrsta, sem í ár er 23. apríl. „Útlit er fyrir að enn meira milt loft komist til okkar um og eftir helgi og gæti jafnvel staðið í nokkra daga og ætti þá að taka enn meira af snjónum sem fyrir er,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, sem varar jafnframt við snjóaleysingum: „Þar sem mikil snjóþyngsli eru um norðanvert landið og á Vestfjörðum er gott að hafa í huga að leysingavatn finnur alltaf stystu leið og því mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum eins og kostur er.“ Íbúar suðvesturhornsins þurfa þó allra næstu daga að búa við áframhaldandi éljagang meðan íbúar fyrir norðan og austan fá veðurblíðu, miðað við lýsingu veðurfræðingsins á skammtímaspánni: „Suðvestanáttin verður ríkjandi hjá okkur næstu daga. Éljagangur á vestanverðu landinu og getur náð austur með norðvesturlandi og eins með suðausturströndinni, en oftast er bjart og fallegt veður á Norðaustur- og Austurlandi í suðvestanáttinni. Hiti ætti víðast hvar að komast í 1 til 4 stig að deginum á láglendi en reikna má með að hitinn falli undir frostmark að næturlagi.“ Um næstu helgi er hins vegar spáð hlýnandi veðri, það gæti verið orðið frostlaust í öllum byggðum landsins á sunnudag og dagana eftir helgi. Á veðurvefnum Bliku er einnig fjallað um þau umskipti sem eru í vændum í veðrinu: „Háþrýstisvæði byggist upp fyrir sunnan land, það „klippir á" aðstreymið úr vestri. Í staðinn beinist til okkar mun mildara loft ættað úr suðri og suðvestri. Það sem meira er að með háþrýstisvæðinu er tiltölulega þurrt, sennilega háskýjabreiður með sólarglennum á laugardag og sunnudag. Ef nær að blása norður yfir fjöllin berst milda loftið niður í byggðir og tekur til við að bræða snjófyrningarnar fyrir vestan- og norðan.“ Þetta gæti þó orðið skammgóður vermir: „Langtímaspár benda hins vegar til þess að þessi umskipti séu ekki varanleg og norðanskot gæti fylgt í kjölfarið í næstu viku,“ segir á Bliku.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira