Strætó minnkar akstur vegna faraldurs kórónuveiru Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 12:23 Sóttkví, heimavinna og samkomubann hafa haft mikil áhrif á notkun Strætó að undanförnu. Vísir/vilhelm Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. Notendum Strætó hefur fækkað mikið að undanförnu og var greint frá því á dögunum að farþegum hafi að meðaltali fækkað um helming frá vikunni áður. Tekjur Strætó hafa að sama skapi lækkað sambærilega samhliða fækkuninni, samkvæmt upplýsingum frá Strætó. Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum dögum. Einnig verður öllum næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur hætt frá og með aðfaranótt morgundags. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur, er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri. Þess ber að geta að biðstöðvatöflum á stoppistöðvum hefur ekki verið breytt og er mælt með því að farþegar skoði tíma á heimasíðu Strætó og í appinu. Má nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér á heimasíðu Strætó. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05 Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Stjórnendur Strætó hafa ákveðið að minnka akstur og draga úr þjónustu tímabundið vegna faraldurs kórónuveiru. Notendum Strætó hefur fækkað mikið að undanförnu og var greint frá því á dögunum að farþegum hafi að meðaltali fækkað um helming frá vikunni áður. Tekjur Strætó hafa að sama skapi lækkað sambærilega samhliða fækkuninni, samkvæmt upplýsingum frá Strætó. Frá og með þriðjudeginum 31. mars munu strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu aka samkvæmt laugardagsáætlun á virkum dögum. Aukaferðum verður þó bætt við á morgnana svo akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum dögum. Einnig verður öllum næturakstri úr miðbæ Reykjavíkur hætt frá og með aðfaranótt morgundags. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur, er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri. Þess ber að geta að biðstöðvatöflum á stoppistöðvum hefur ekki verið breytt og er mælt með því að farþegar skoði tíma á heimasíðu Strætó og í appinu. Má nálgast upplýsingar um fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum hér á heimasíðu Strætó.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27 Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05 Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20 Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Farþegum Strætó hefur fækkað um helming Farþegum strætisvagna höfuðborgarsvæðisins hefur fækkað til muna vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubannsins. 25. mars 2020 20:27
Farþegarýmum strætisvagna verður skipt upp Ákveðið hefur verið að farþegarýmum í strætisvögnum höfuðborgarsvæðið verði skipt upp í tvennt. Sá háttur verður hafður á að borði verður strengdur fyrir fremsta hluta vagnanna til þess að aðskilja svæði bílstjóra vagnsins og svæði farþega. 20. mars 2020 22:05
Strætisvagn mikið skemmdur eftir samstuð við vörubíl Strætisvagn á leið 11 er illa leikinn eftir árekstur við vörubíl á Nesvegi nú á fjórða tímanum í dag. Engan sakaði við óhappið. 19. mars 2020 16:20
Vernda bílstjóra Strætó og hleypa inn að aftan Bílstjórar Strætó munu hætta að hleypa inn í vagnana að framan til að vernda þá gagnvart mögulegu smiti á kórónuveirunni. Stjórn Strætó samþykkti þetta á fundi sínum í hádeginu. 13. mars 2020 16:50