Skúli sannfærður um að ferðaþjónustan muni ná sér á strik á nýjan leik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 08:20 Skúli Mogensen á Startup ráðstefnu í Hörpu. Vísir/Vilhelm „Aldrei nokkurn tímann hefði ég trúað því að nákvæmlega ári eftir fall WOW air væri nánast hvert einasta flugfélag í heiminum á barmi gjaldþrots og að leita á náðir ríksvalda um ríkisaðstoð með einum eða öðrum hætti.“ Svona hefst færsla sem Skúli Mogensen, viðskiptamaður og stofnandi hins fallna WOW air, birti á Facebook-síðu sinni í gær, þegar ár var liðið frá falli félagsins. Þar segir hann að á því ári sem liðið er frá falli félagsins hafi vart liðið sá dagur þar sem hann velti ekki fyrir sér hvað hefði mátt gera betur eða öðruvísi til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins. Hann segist viss um að ferðaþjónusta Íslands eigi eftir að ná sér á strik að nýju, eftir kórónuveirufaraldurinn. „Margir hafa spurt mig undanfarna daga hvort ég sé ekki feginn að vera ekki enn þá í þessum blessaða flugrekstri í þessum ólgusjó að heyja lífróður enn eina ferðina en staðreyndin er sú að ég vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifar Skúli. Vonar að kollegum sínum fatist ekki flugið Hann bætir við að þótt flugrekstur sé krefjandi, og aðstæðurnar sem nú eru uppi í heiminum séu engu líkar, finni hann til með sínum fyrrverandi kollegum um allan heim. Um sé að ræða fólk sem vinni myrkranna á milli til þess að halda flugfélögum sínum í loftinu, rétt eins og Skúli og hans samstarfsfólk gerði fyrir rúmu ári síðan. Sjálfur segist hann vona að til takist. „Þau eiga öll heiður skilið fyrir að standa vaktina því það er til mikils að vinna, sérstaklega hér á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Við erum eyland og sennilega hefur aldrei verið jafn augljóst og nú hversu mikilvægar alþjóðlegar tengingar og samgöngur eru fyrir þjóðarbúið.“ Skúli segir mikilvægt við núverandi aðstæður að fólk gleymi sér ekki í smáatriðum og fyrirsögnum hvers dags, heldur horfi á stóru myndina og allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „…Ísland er einstakt land með magnaða náttúru, sögu, menningu, fólk og margar af helstu auðlindum framtíðarinnar svo sem víðáttu, hreina orku, hreint vatn og loft, fiskinn í sjónum, jafnrétti og grunnstoðir sem á heildina litið virka mjög vel eins og við sjáum þessa dagana,“ skrifar Skúli. Íslendingar hafi því í raun allt í hendi til þess að halda áfram að byggja hér fyrirmyndarsamfélag. Segist hann sannfærður um að ferðaþjónustan muni þá dafna og vaxa að nýju þegar fram líða stundir. „Ég er óheimju stoltur af því sem við byggðum upp hjá WOW air og hvernig við áttum þátt í því að reisa við Ísland eftir fjármálahrunið og skapa þúsundir starfa og tugi milljarða í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. WOW air var einstakt fyrirtæki með gríðarlega öflugu starfsfólki sem stóð þétt saman og ég sakna þeirra á hverjum einasta degi. Eina eftirsjá mín er að hafa ekki getað gert meira til að bjarga félaginu.“ WOW Air Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Aldrei nokkurn tímann hefði ég trúað því að nákvæmlega ári eftir fall WOW air væri nánast hvert einasta flugfélag í heiminum á barmi gjaldþrots og að leita á náðir ríksvalda um ríkisaðstoð með einum eða öðrum hætti.“ Svona hefst færsla sem Skúli Mogensen, viðskiptamaður og stofnandi hins fallna WOW air, birti á Facebook-síðu sinni í gær, þegar ár var liðið frá falli félagsins. Þar segir hann að á því ári sem liðið er frá falli félagsins hafi vart liðið sá dagur þar sem hann velti ekki fyrir sér hvað hefði mátt gera betur eða öðruvísi til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins. Hann segist viss um að ferðaþjónusta Íslands eigi eftir að ná sér á strik að nýju, eftir kórónuveirufaraldurinn. „Margir hafa spurt mig undanfarna daga hvort ég sé ekki feginn að vera ekki enn þá í þessum blessaða flugrekstri í þessum ólgusjó að heyja lífróður enn eina ferðina en staðreyndin er sú að ég vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifar Skúli. Vonar að kollegum sínum fatist ekki flugið Hann bætir við að þótt flugrekstur sé krefjandi, og aðstæðurnar sem nú eru uppi í heiminum séu engu líkar, finni hann til með sínum fyrrverandi kollegum um allan heim. Um sé að ræða fólk sem vinni myrkranna á milli til þess að halda flugfélögum sínum í loftinu, rétt eins og Skúli og hans samstarfsfólk gerði fyrir rúmu ári síðan. Sjálfur segist hann vona að til takist. „Þau eiga öll heiður skilið fyrir að standa vaktina því það er til mikils að vinna, sérstaklega hér á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Við erum eyland og sennilega hefur aldrei verið jafn augljóst og nú hversu mikilvægar alþjóðlegar tengingar og samgöngur eru fyrir þjóðarbúið.“ Skúli segir mikilvægt við núverandi aðstæður að fólk gleymi sér ekki í smáatriðum og fyrirsögnum hvers dags, heldur horfi á stóru myndina og allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „…Ísland er einstakt land með magnaða náttúru, sögu, menningu, fólk og margar af helstu auðlindum framtíðarinnar svo sem víðáttu, hreina orku, hreint vatn og loft, fiskinn í sjónum, jafnrétti og grunnstoðir sem á heildina litið virka mjög vel eins og við sjáum þessa dagana,“ skrifar Skúli. Íslendingar hafi því í raun allt í hendi til þess að halda áfram að byggja hér fyrirmyndarsamfélag. Segist hann sannfærður um að ferðaþjónustan muni þá dafna og vaxa að nýju þegar fram líða stundir. „Ég er óheimju stoltur af því sem við byggðum upp hjá WOW air og hvernig við áttum þátt í því að reisa við Ísland eftir fjármálahrunið og skapa þúsundir starfa og tugi milljarða í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. WOW air var einstakt fyrirtæki með gríðarlega öflugu starfsfólki sem stóð þétt saman og ég sakna þeirra á hverjum einasta degi. Eina eftirsjá mín er að hafa ekki getað gert meira til að bjarga félaginu.“
WOW Air Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira