Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2020 12:28 Flugvélar Air Greenland af gerðinni DASH 8-Q200 eru notaðar í flugið. Myndin er frá flugvellinum í Nuuk. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. Það er tímanna tákn að einu flugvélarnar sem sáust um tíma á lofti við Ísland í morgun sinntu þessu flugi. Laust fyrir hádegi mátti sjá tvær vélar Air Greenland að nálgast Ísland, önnur var út af Faxaflóa en hin suðaustur af landinu. Báðar áætluðu millilendingu í Keflavík og þetta voru raunar einu flugvélarnar sem mátti sjá við Ísland á þeirri stundu á ratsjárvefnum Flightradar24. Flogið er að jafnaði þrisvar í viku milli Nuuk og Kaupmannahafnar með millilendingu á Íslandi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta þýðir sex millilendingar í viku í Keflavík. Ástæðan fyrir því að tvær vélar lenda þar í dag er sú að ferðin frá Nuuk féll niður síðastliðinn föstudag vegna óveðurs á Grænlandi og var í staðinn flogið um helgina. Þetta þýddi að seinkun varð á birtingu nýrra talna um smit sem þessu nam. Ratsjársíðan Flightradar24 á tólfta tímanum sýndi tvær Q200 vélar Air Greenland. Önnur var vestur af Faxaflóa hin suðaustur af landinu og báðar á leið til Keflavíkurflugvallar. Þessar tvær veiruflugvélar voru þær einu sem sáust á lofti við Ísland.Skjáskot/Flightradar24. Loftbrúnni var komið á fót eftir að áætlunarflugi Air Greenland á Airbus A330-þotu milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar var hætt tímabundið vegna faraldursins. Ferðirnar eru farnar á 37 sæta skrúfuþotum, DASH 8 Q-200, samskonar og Air Iceland rekur, og er þetta núna eina flugtenging Grænlands við umheiminn. Í bakaleiðinni eru fluttar nauðsynjavörur til Grænlands. Ekki eru auglýst farþegasæti til sölu en vélarnar nýtast þó til að flytja fólk í neyð á milli. Q-200 vélarnar fljúga á um 490 kílómetra hraða, talsvert hægar en þotur, og er flugtíminn milli Nuuk og Kaupmannahafnar um átta klukkustundir, fyrir utan stoppið í Keflavík. Hér má sjá slíka vél lenda í Nuuk í frétt um útboð flugvallargerðar í fyrra: Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. Það er tímanna tákn að einu flugvélarnar sem sáust um tíma á lofti við Ísland í morgun sinntu þessu flugi. Laust fyrir hádegi mátti sjá tvær vélar Air Greenland að nálgast Ísland, önnur var út af Faxaflóa en hin suðaustur af landinu. Báðar áætluðu millilendingu í Keflavík og þetta voru raunar einu flugvélarnar sem mátti sjá við Ísland á þeirri stundu á ratsjárvefnum Flightradar24. Flogið er að jafnaði þrisvar í viku milli Nuuk og Kaupmannahafnar með millilendingu á Íslandi, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta þýðir sex millilendingar í viku í Keflavík. Ástæðan fyrir því að tvær vélar lenda þar í dag er sú að ferðin frá Nuuk féll niður síðastliðinn föstudag vegna óveðurs á Grænlandi og var í staðinn flogið um helgina. Þetta þýddi að seinkun varð á birtingu nýrra talna um smit sem þessu nam. Ratsjársíðan Flightradar24 á tólfta tímanum sýndi tvær Q200 vélar Air Greenland. Önnur var vestur af Faxaflóa hin suðaustur af landinu og báðar á leið til Keflavíkurflugvallar. Þessar tvær veiruflugvélar voru þær einu sem sáust á lofti við Ísland.Skjáskot/Flightradar24. Loftbrúnni var komið á fót eftir að áætlunarflugi Air Greenland á Airbus A330-þotu milli Kangerlussuaq og Kaupmannahafnar var hætt tímabundið vegna faraldursins. Ferðirnar eru farnar á 37 sæta skrúfuþotum, DASH 8 Q-200, samskonar og Air Iceland rekur, og er þetta núna eina flugtenging Grænlands við umheiminn. Í bakaleiðinni eru fluttar nauðsynjavörur til Grænlands. Ekki eru auglýst farþegasæti til sölu en vélarnar nýtast þó til að flytja fólk í neyð á milli. Q-200 vélarnar fljúga á um 490 kílómetra hraða, talsvert hægar en þotur, og er flugtíminn milli Nuuk og Kaupmannahafnar um átta klukkustundir, fyrir utan stoppið í Keflavík. Hér má sjá slíka vél lenda í Nuuk í frétt um útboð flugvallargerðar í fyrra:
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05
Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, sem tók gildi kl. 20 á laugardagskvöldi. 29. mars 2020 07:44
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05