Þrjú hundruð Íslendingar á leiðinni heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 13:36 Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðar fólk við að komast heim til Íslands. Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. Forstjóri Icelandair segir að ennþá sé hægt að bóka flug frá Lundúnum, Boston og Stokkhólmi. Eftirspurnin sé ekki mikil. Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Boston, Lundúna eða Stokkhólms til 15. apríl. Fáir ferðast þessa dagana og hefur flugvélum verið lagt víða um heim vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að ríkið greiði allt að hundrað milljónir til flugfélagsins. Þetta er gert til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Lítið hægt að vinna með öðrum flugfélögum þessa dagana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að félagið bjóði upp á ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu alla daga vikunnar og ennþá sé til nóg af sætum. „Þær eru ekki að fyllast og það er enn þá hægt að bóka. Við erum að reyna að halda tengingum daglega, Lundúnum, Stokkhólmi og Boston en það er ennþá laust í vélarnar. Eftirspurnin er ekki mikil,“ segir Bogi Nils. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm Víða hefur flug nánast lagst af eða er afar takmarkað. Bogi segir að þetta hafi áhrif á samvinnu flugfélaga varðandi tengiflug milli staða. „Það hefur alltaf verið þannig í flugbransanum að flugfélög vinna mikið saman nú er svo lítið flogið það að það er lítið hægt að vinna með það þessa dagana,“ segir Bogi Nils. 300 Íslendingar á leiðinni heim Íslendingar búsettir erlendis hafa getað skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri þar segir að haft hafi verið samband við um 2000 manns frá því skráningin hófst. Nú séu um 300 Íslendingar á leiðinni heim. María Mjöll Jónsdóttir á upplýsingafundi almannavarna á dögunum.Vísir/Vilhelm „Sumir þurfa á meiri aðstoð að halda við að finna flug heim en aðrir. Þau ríki sem að eru meira og minna lokuð þar eigum við í mestum vandræðum með að leiðbeina fólki um hvernig það eigi að komast heim. Þar erum við í norrænu samstarfi og við Evrópusambandsríkin. Það er mikil óvissa með áframhaldandi flug næstu vikur og þes vegna eru bæði Evrópuríkin og Norrænuríkin að vinna að því að ná sínu fólki heim.“ Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þrjú hundruð Íslendingar eru á heimleið með Icelandair næstu daga. Utanríkisráðuneytið aðstoðar hluta hópsins vegna þess að víða er búið að fella niður flug og á í samstarfi við önnur ríki við að koma fólki heim. Forstjóri Icelandair segir að ennþá sé hægt að bóka flug frá Lundúnum, Boston og Stokkhólmi. Eftirspurnin sé ekki mikil. Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Boston, Lundúna eða Stokkhólms til 15. apríl. Fáir ferðast þessa dagana og hefur flugvélum verið lagt víða um heim vegna Covid-19.Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að ríkið greiði allt að hundrað milljónir til flugfélagsins. Þetta er gert til að tryggja lágmarkssamgöngur til og frá landinu. Lítið hægt að vinna með öðrum flugfélögum þessa dagana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að félagið bjóði upp á ferðir til Bandaríkjanna og Evrópu alla daga vikunnar og ennþá sé til nóg af sætum. „Þær eru ekki að fyllast og það er enn þá hægt að bóka. Við erum að reyna að halda tengingum daglega, Lundúnum, Stokkhólmi og Boston en það er ennþá laust í vélarnar. Eftirspurnin er ekki mikil,“ segir Bogi Nils. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm Víða hefur flug nánast lagst af eða er afar takmarkað. Bogi segir að þetta hafi áhrif á samvinnu flugfélaga varðandi tengiflug milli staða. „Það hefur alltaf verið þannig í flugbransanum að flugfélög vinna mikið saman nú er svo lítið flogið það að það er lítið hægt að vinna með það þessa dagana,“ segir Bogi Nils. 300 Íslendingar á leiðinni heim Íslendingar búsettir erlendis hafa getað skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri þar segir að haft hafi verið samband við um 2000 manns frá því skráningin hófst. Nú séu um 300 Íslendingar á leiðinni heim. María Mjöll Jónsdóttir á upplýsingafundi almannavarna á dögunum.Vísir/Vilhelm „Sumir þurfa á meiri aðstoð að halda við að finna flug heim en aðrir. Þau ríki sem að eru meira og minna lokuð þar eigum við í mestum vandræðum með að leiðbeina fólki um hvernig það eigi að komast heim. Þar erum við í norrænu samstarfi og við Evrópusambandsríkin. Það er mikil óvissa með áframhaldandi flug næstu vikur og þes vegna eru bæði Evrópuríkin og Norrænuríkin að vinna að því að ná sínu fólki heim.“
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira