Íslandsmeistarar dagsins: Góður dagur fyrir Sigga Ingimundar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 12:30 Keflvíkingar fagna á baksíðu Morgunblaðsins 1. apríl 1993. Skjámynd/Morgunblaðið Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa þrjú lið orðið Íslandsmeistarar 31. mars. Íslandsmeistarar dagsins eru karlalið Keflavíkur í körfubolta sem vann þriðja Íslandsmeistaratitil karlaliðs félagsins 31. mars 1993, kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann sjöunda Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 31. mars 1996 og kvennalið KR í körfubolta sem tólfa Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 31. mars 2001. Þetta er góður dagur fyrir Sigurð Ingimundarson því hann hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari á þessum degi, fyrst sem leikmaður karlaliðs Keflavíkur 31. mars 1993 og svo sem þjálfari kvennaliðsins þremur árum síðar. Grein um leikinn í Morgunblaðinu 1. apríl 1993.Skjámynd/Morgunblaðið Keflavíkurkarlar 1993 Karlalið Keflavíkur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 31. mars 1993 með þriðja sigrinum í röð á Haukum í lokaúrslitunum. Keflavík vann lokaleikinn með 19 stiga mun, 108-89, og leikina þrjá með 25 stigum að meðaltali. Yfirburðirnir voru því miklir. Keflavíkurliðið var þarna að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð og í þriðja skiptið alls en Keflavík vann hann fyrst árið 1989 og þá voru margir þessara leikmanna einnig með liðinu. Þennan vetur vann Keflavíkurliðið aftur á móti tvöfalt í fyrsta sinn því liðið varð einnig bikarmeistari 1993. Jónatan Bow fór mikinn í lokaleiknum þar sem hann skoraði 44 stig en hann var með 24 stig að meðaltali í sex leikjum úrslitakeppninnar. Stigahæsti íslenski leikmaðurinn hjá Keflavík var Kristinn Geir Friðriksson með 17,7 stig í leik í úrslitakeppninni en fyrirliðinn Guðjón Skúlason skoraði 14,3 stig í leik. „Þetta var frábær endir á góðu keppnistímabili þar sem við unnum 28 af 32 leikjum og ég er að sjálfsögðu í sjöunda himni. Þetta er stór stund fyrir mig og liðið og styrkur okkar núna sést best á því að við sigruðum í úrslitaleiknum í bikarkeppninni með 35 stiga mun og í úrslitunum unnum við með minnst 19 stiga mun,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga í viðtali við Morgunblaðið. Keflavík Íslandsmeistari 1993 Japísdeild karla í körfubolta Dagssetning: 31. mars Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Jón Kr. Gíslason (spilandi)Fyrirliði: Guðjón SkúlasonÁrangur: 23 sigrar og 3 töp í 26 deildarleikjum 5 sigrar og 1 tap í 6 leikjum í úrslitakeppni 88 prósent sigurhlutfall (28-4)Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Jónatan J Bow 96 stig (32,0 í leik) Kristinn Geir Friðrikss 56 stig (18,7) Guðjón Skúlason 55 sitg (18,3) Nökkvi Már Jónsson 24 stig (8,0) Jón Kr. Gíslason 20 stig (6,7) Albert Óskarsson 14 stig (4,7) Sigurður Ingimundarson 14 stig (4,7) Hjörtur Harðarson 13 stig (4,3) Grein um leikinn í DV 1. apríl 1996.Skjámynd/DV Keflavíkurkonur 1996 Kvennalið Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 31. mars 1996 með 33 stiga sigri á KR, 70-37, í fjórða leiknum í Hagaskóla. KR-konur höfðu óvænt komið í veg fyrir að titilinn færi á loft í þriðja í leiknum í Keflavík með 56-55 sigri. Keflavíkurkonur voru þá komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Keflavíkurliðið varð þarna Íslandsmeistari í sjöunda sinn en liðið hafði einnig unnið titilinn 1988-1990 og 1992-1994. Keflavíkurkonur unnu líka tvöfalt 1993 og áttu síðan eftir að vinna bikarinn samfellt til ársins 1998. Bandaríski leikmaðurinn Veronica Cook var með 18 stig og 12 fráköst í lokaleiknum í úrslitaeinvíginu en þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Keflavíkurliðsins með bandarískan atvinnumann í liðinu. Hin átján ára gamla Erla Reynisdóttir skoraði líka 18 stig. Fyrirliðinn Anna M Sveinsdóttir var með 11 stig, 7 stolna bolta og 5 stoðsendingar í síðasta sigurleiknum. Anna María var næststigahæst hjá liðinu í úrslitakeppninni með 18,3 stig í leik en Veronica Cook var með 19,3 stig í leik. „Við erum langbestar. Þetta var brösugt í upphafi móts en eftir að Veronica kom til okkar fór þetta að smella. Við mættum tilbúnar í þennan leik, sýndum það að við værum bestar og þetta var aldrei spurning,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflavíkur við DV. „Ég átti von á því að við myndum vinna þetta allt í vetur. Við lékum mjög illa í síðasta leikhluta í Keflavík og vorum staðráðin í að laga það. Þessi leikur var einn okkar besti leikur í vetur og það má segja að hann hafi verið mjög keflvískur,“ sagði þjálfarinn Sigurður Ingimundarson við DV. Keflavík Íslandsmeistari 1996 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 31. mars Staður: Hagaskóli í Reykjavík Þjálfari: Sigurður IngimundarsonFyrirliði: Anna María SveinsdóttirÁrangur: 16 sigrar og 2 töp í 18 deildarleikjum 5 sigrar og 1 tap í 6 leikjum í úrslitakeppni 88 prósent sigurhlutfall (21-3)Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Veronica Cook 83 stig (20,8 í leik) Anna María Sveinsdóttir 63 stig (15,8) Erla Reynisdóttir 43 stig (10,8) Björg Hafsteinsdóttir 30 stig (7,5) Erla Þorsteinsdóttir 20 stig (5,0) KR-konurnar Guðbjörg Norðfjörð og Gréta María Grétarsdóttir fagna titlinum á forsíðu íþróttakálfs DV.Skjámynd/DV KR konur 2001 Kvennalið KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 31. mars 2001 með sex stiga sigri á Keflavík í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunum en leikurinn var spilaður í DHL-höllinni í Frostaskjóli. KR-konur unnu tvöfalt þetta tímabil, 12 af 16 deildarleikjum sínum og alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. KR-liðið tapaði ekki leik eftir að hin bandaríska Heather Corby mætti á svæðið. Heather Corby var með 35 stig, 17 fráköst og 6 varin skot í bikarúrslitaleiknum og í úrslitaeinvíginu bauð hún síðan upp á 19,3 stig, 17,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kristín Björk Jónsdóttir var fyrirliði KR-liðsins en stigahæsti íslenski leikmaður liðsins í úrslitakeppninni var Hanna Björg Kjartansdóttir með 10,2 stig í leik. Kristín Björk skoraði 10,0 stig í leik og Gréta María Grétarsdóttir var með 9,2 stig í leik. Hildur Sigurðardóttir vann þarna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en hún átti eftir að vinna hann fjórum sinnum til viðbótar með KR (2002 og 2010) og Snæfelli (2014 og 2015). Þjálfari KR-liðsins þennan vetur var Henning Henningsson og var þetta hans eina tímabil með liðið þar sem KR-konur unnu allt í boði. „Hugarfarið skilur þessi lið að. KR-stelpurnar höfðu rétt hugarfar til að ljúka þessu og klára þessa titla sem komnir eru i hús. Ég átti alls ekki von á því að vinna þetta 3-0, þó svo að maður vonaði það. En ef hugarfarið og viljinn er til staðar þá er ekkert lið sem stenst okkur snúning. Að mínu mati eru Kanarnir að þurrka hvor annan út þar sem báðar eru mjög góðar. Á endanum eru það heimastelpurnar sem eru að klára þessi mót. Ef þessi hópur heldur áfram þá er ekkert lið sem ógnar honum í dag," sagði Henning Henningsson, þjálfari KR við DV. „Það er alltaf gaman að vinna Keflavík í úrslitaleikjum. Við erum með yfirburðalið í deildinni og höfum sýnt það í vetur. Það er björt framtíð hjá KR og ef við höldum sama mannskap getur þetta lið unnið fleiri titla næstu árin," sagði Gréta María Grétarsdóttir, leikmaður KR, við DV. KR Íslandsmeistari 2001 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 31. mars Staður: DHL-höllin í Frostaskjóli Þjálfari: Henning HenningssonFyrirliði: Kristín Björk JónsdóttirÁrangur: 12 sigrar og 4 töp í 16 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 81 prósent sigurhlutfall (17-4)Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Heather Corby 58 stig (19,3 í leik) Hanna Björg Kjartansdóttir 34 stig (11,3) Kristín B Jónsdóttir 27 stig (9,0) Gréta María Grétarsdóttir 23 stig (7,7) Helga Þorvaldsdóttir 23 stig (7,7) Guðbjörg Norðfjörð 16 stig (5,3) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa þrjú lið orðið Íslandsmeistarar 31. mars. Íslandsmeistarar dagsins eru karlalið Keflavíkur í körfubolta sem vann þriðja Íslandsmeistaratitil karlaliðs félagsins 31. mars 1993, kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann sjöunda Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 31. mars 1996 og kvennalið KR í körfubolta sem tólfa Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 31. mars 2001. Þetta er góður dagur fyrir Sigurð Ingimundarson því hann hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari á þessum degi, fyrst sem leikmaður karlaliðs Keflavíkur 31. mars 1993 og svo sem þjálfari kvennaliðsins þremur árum síðar. Grein um leikinn í Morgunblaðinu 1. apríl 1993.Skjámynd/Morgunblaðið Keflavíkurkarlar 1993 Karlalið Keflavíkur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 31. mars 1993 með þriðja sigrinum í röð á Haukum í lokaúrslitunum. Keflavík vann lokaleikinn með 19 stiga mun, 108-89, og leikina þrjá með 25 stigum að meðaltali. Yfirburðirnir voru því miklir. Keflavíkurliðið var þarna að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð og í þriðja skiptið alls en Keflavík vann hann fyrst árið 1989 og þá voru margir þessara leikmanna einnig með liðinu. Þennan vetur vann Keflavíkurliðið aftur á móti tvöfalt í fyrsta sinn því liðið varð einnig bikarmeistari 1993. Jónatan Bow fór mikinn í lokaleiknum þar sem hann skoraði 44 stig en hann var með 24 stig að meðaltali í sex leikjum úrslitakeppninnar. Stigahæsti íslenski leikmaðurinn hjá Keflavík var Kristinn Geir Friðriksson með 17,7 stig í leik í úrslitakeppninni en fyrirliðinn Guðjón Skúlason skoraði 14,3 stig í leik. „Þetta var frábær endir á góðu keppnistímabili þar sem við unnum 28 af 32 leikjum og ég er að sjálfsögðu í sjöunda himni. Þetta er stór stund fyrir mig og liðið og styrkur okkar núna sést best á því að við sigruðum í úrslitaleiknum í bikarkeppninni með 35 stiga mun og í úrslitunum unnum við með minnst 19 stiga mun,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga í viðtali við Morgunblaðið. Keflavík Íslandsmeistari 1993 Japísdeild karla í körfubolta Dagssetning: 31. mars Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Jón Kr. Gíslason (spilandi)Fyrirliði: Guðjón SkúlasonÁrangur: 23 sigrar og 3 töp í 26 deildarleikjum 5 sigrar og 1 tap í 6 leikjum í úrslitakeppni 88 prósent sigurhlutfall (28-4)Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Jónatan J Bow 96 stig (32,0 í leik) Kristinn Geir Friðrikss 56 stig (18,7) Guðjón Skúlason 55 sitg (18,3) Nökkvi Már Jónsson 24 stig (8,0) Jón Kr. Gíslason 20 stig (6,7) Albert Óskarsson 14 stig (4,7) Sigurður Ingimundarson 14 stig (4,7) Hjörtur Harðarson 13 stig (4,3) Grein um leikinn í DV 1. apríl 1996.Skjámynd/DV Keflavíkurkonur 1996 Kvennalið Keflavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 31. mars 1996 með 33 stiga sigri á KR, 70-37, í fjórða leiknum í Hagaskóla. KR-konur höfðu óvænt komið í veg fyrir að titilinn færi á loft í þriðja í leiknum í Keflavík með 56-55 sigri. Keflavíkurkonur voru þá komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu. Keflavíkurliðið varð þarna Íslandsmeistari í sjöunda sinn en liðið hafði einnig unnið titilinn 1988-1990 og 1992-1994. Keflavíkurkonur unnu líka tvöfalt 1993 og áttu síðan eftir að vinna bikarinn samfellt til ársins 1998. Bandaríski leikmaðurinn Veronica Cook var með 18 stig og 12 fráköst í lokaleiknum í úrslitaeinvíginu en þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Keflavíkurliðsins með bandarískan atvinnumann í liðinu. Hin átján ára gamla Erla Reynisdóttir skoraði líka 18 stig. Fyrirliðinn Anna M Sveinsdóttir var með 11 stig, 7 stolna bolta og 5 stoðsendingar í síðasta sigurleiknum. Anna María var næststigahæst hjá liðinu í úrslitakeppninni með 18,3 stig í leik en Veronica Cook var með 19,3 stig í leik. „Við erum langbestar. Þetta var brösugt í upphafi móts en eftir að Veronica kom til okkar fór þetta að smella. Við mættum tilbúnar í þennan leik, sýndum það að við værum bestar og þetta var aldrei spurning,“ sagði Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflavíkur við DV. „Ég átti von á því að við myndum vinna þetta allt í vetur. Við lékum mjög illa í síðasta leikhluta í Keflavík og vorum staðráðin í að laga það. Þessi leikur var einn okkar besti leikur í vetur og það má segja að hann hafi verið mjög keflvískur,“ sagði þjálfarinn Sigurður Ingimundarson við DV. Keflavík Íslandsmeistari 1996 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 31. mars Staður: Hagaskóli í Reykjavík Þjálfari: Sigurður IngimundarsonFyrirliði: Anna María SveinsdóttirÁrangur: 16 sigrar og 2 töp í 18 deildarleikjum 5 sigrar og 1 tap í 6 leikjum í úrslitakeppni 88 prósent sigurhlutfall (21-3)Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Veronica Cook 83 stig (20,8 í leik) Anna María Sveinsdóttir 63 stig (15,8) Erla Reynisdóttir 43 stig (10,8) Björg Hafsteinsdóttir 30 stig (7,5) Erla Þorsteinsdóttir 20 stig (5,0) KR-konurnar Guðbjörg Norðfjörð og Gréta María Grétarsdóttir fagna titlinum á forsíðu íþróttakálfs DV.Skjámynd/DV KR konur 2001 Kvennalið KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 31. mars 2001 með sex stiga sigri á Keflavík í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunum en leikurinn var spilaður í DHL-höllinni í Frostaskjóli. KR-konur unnu tvöfalt þetta tímabil, 12 af 16 deildarleikjum sínum og alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. KR-liðið tapaði ekki leik eftir að hin bandaríska Heather Corby mætti á svæðið. Heather Corby var með 35 stig, 17 fráköst og 6 varin skot í bikarúrslitaleiknum og í úrslitaeinvíginu bauð hún síðan upp á 19,3 stig, 17,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kristín Björk Jónsdóttir var fyrirliði KR-liðsins en stigahæsti íslenski leikmaður liðsins í úrslitakeppninni var Hanna Björg Kjartansdóttir með 10,2 stig í leik. Kristín Björk skoraði 10,0 stig í leik og Gréta María Grétarsdóttir var með 9,2 stig í leik. Hildur Sigurðardóttir vann þarna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil en hún átti eftir að vinna hann fjórum sinnum til viðbótar með KR (2002 og 2010) og Snæfelli (2014 og 2015). Þjálfari KR-liðsins þennan vetur var Henning Henningsson og var þetta hans eina tímabil með liðið þar sem KR-konur unnu allt í boði. „Hugarfarið skilur þessi lið að. KR-stelpurnar höfðu rétt hugarfar til að ljúka þessu og klára þessa titla sem komnir eru i hús. Ég átti alls ekki von á því að vinna þetta 3-0, þó svo að maður vonaði það. En ef hugarfarið og viljinn er til staðar þá er ekkert lið sem stenst okkur snúning. Að mínu mati eru Kanarnir að þurrka hvor annan út þar sem báðar eru mjög góðar. Á endanum eru það heimastelpurnar sem eru að klára þessi mót. Ef þessi hópur heldur áfram þá er ekkert lið sem ógnar honum í dag," sagði Henning Henningsson, þjálfari KR við DV. „Það er alltaf gaman að vinna Keflavík í úrslitaleikjum. Við erum með yfirburðalið í deildinni og höfum sýnt það í vetur. Það er björt framtíð hjá KR og ef við höldum sama mannskap getur þetta lið unnið fleiri titla næstu árin," sagði Gréta María Grétarsdóttir, leikmaður KR, við DV. KR Íslandsmeistari 2001 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 31. mars Staður: DHL-höllin í Frostaskjóli Þjálfari: Henning HenningssonFyrirliði: Kristín Björk JónsdóttirÁrangur: 12 sigrar og 4 töp í 16 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 81 prósent sigurhlutfall (17-4)Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Heather Corby 58 stig (19,3 í leik) Hanna Björg Kjartansdóttir 34 stig (11,3) Kristín B Jónsdóttir 27 stig (9,0) Gréta María Grétarsdóttir 23 stig (7,7) Helga Þorvaldsdóttir 23 stig (7,7) Guðbjörg Norðfjörð 16 stig (5,3)
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira