Gerræði í skjóli krísu Björn Leví Gunnarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifa 31. mars 2020 16:23 Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Krísur geta auðveldlega orðið jarðvegur gerræðislegra ákvarðanna gegn einstaklingsfrelsi og lýðræðislegum sjónarmiðum í skjóli öryggis og utanaðkomandi hættu. Þekkt er að stjórnvöld noti krísur til að koma í gegn pólitík sem öllu jafna myndi aldrei njóta stuðnings almennings. Eftir að sveitarstjórnir báðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um breytingar á sveitarstjórnarlögum svo hægt væri að halda störfum sveitarstjórna gangandi og taka gildar ákvarðanir á fjarfundum samdi ráðuneytið frumvarp og lagði fyrir Alþingi um að ráðherra geti heimilað sveitarstjórn að víkja frá því að fylgja sveitarstjórnarlögum! Sú breyting hefði í raun þýtt að ráðherra hefði í höndum sér að veita sveitarfélögum leyfi til að víkja frá sveitastjórnarlögum. Slíkt hefði verið allt of víðtækt og getað grafið undan grunnstoðum lýðræðisins. Sveitarstjórnarlög eru nefnilega nokkurs konar stjórnarskrá sveitarstjórnarstigsins þar sem er að finna mörg mikilvæg ákvæði um eftirlit með valdi meirihlutans sem og um minnihlutavernd þar sem staðið er vörð um aðgengi allra fulltrúa að stjórn sveitarfélagsins. Á tímum sem þessum er mikilvægt að vinna hratt en um leið ber að varast að velja sleggju þar sem hamar dugar. Öll gerum við okkur grein fyrir því að viðhafa markvissar aðgerðir sem tryggja eðlilegan rekstur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í neyðarástandi en það er ekki hægt að bjóða upp á að lýðræðinu sé ýtt til hliðar eins og lagt var til. Þingflokkur Pírata lagði því til breytingar á upprunalega frumvarpinu þar eru talin voru upp þau ákvæði sem hafa áhrif á ákvarðanatöku sveitarfélaga til að veita heimild til að víkja frá þeim án þess að skapa óþarfa svigrúm sem hægt er að misnota. Á grundvelli þeirra var frumvarpinu gjörbreytt og svigrúmið takmarkað við tiltekin ákvæði sem snerust um að sveitarstjórn geti verið starfhæf við neyðarástand. Á síðasta borgarstjórnarfundi virkjaði borgarstjórn svo ákvæði til fjarfunda með vísan í þessi nýju heimild. Þannig getur borgarstjórn og fagráð hennar haldið störfum sínum áfram en gætt jafnframt að velferð og heilsu kjörinna fulltrúa og starfsfólks - án þess að gengið sé óþarflega langt í því. Lýðræðisríki standa vörð um lýðræðið, sérstaklega á tímum neyðarástands þegar sumir myndu fórna því fyrir falska von um aukið öryggi. Við verðum að viðhalda minnihlutavernd og fyrir þessu berjast Píratar hvort sem þeir eru í meirihluta í borgarstjórn eða minnihluta á þingi. Höfundar eru þingmaður Pírata annars vegar og borgarfulltrúi Pírata hins vegar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar