Ef einhvern tímann er þörf... Erna Reynisdóttir skrifar 1. apríl 2020 09:00 Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðandi netverslun með áfengi Kæra Áslaug Arna, Barnaheill þakka fyrir svar þitt við síðasta erindi okkar til þín. Í tilefni af twitter færslu þinni um að ef einhverntímann væri þörf á netverslun með áfengi væri það núna, vilja Barnaheill árétta: Ef einhvern tímann er EKKI þörf fyrir.. aukna hættu á heimilisofbeldi aukna hættu á ofbeldi gegn börnum aukna hættu á að börn búi við vanrækslu hættu á auknum kvíða barna og andlegum áföllum ... þá er það núna. Barnaheill hafa ekki aðeins áhyggjur af aðgengi barna og ungmenna að áfengi, heldur ekki síður af auknu aðgengi foreldra að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar neyslu þess, eins og fram kom í síðasta bréfi Barnaheilla til þín. Rannsóknir sýna að aukin áfengisneysla foreldra hefur neikvæð áhrif á börn. Áfengisneysla slævir huga og dómgreind fólks. Áfengisneysla þeirra foreldra sem nú þegar stunda hana stjórnlaust færist meira inn á heimilin sökum samkomubanns. Það ástand eykur álag á börn umtalsvert og kvíði þeirra eykst við að sjá foreldra sína í annarlegu ástandi. Með þessu er ekki verið að segja að enginn geti haft áfengi um hönd. En áfengi á ekki að hafa um hönd í kringum og innan um börn. Barnaheill skora á þig að bæta ekki á vanda barna sem búa við óöruggar uppeldisaðstæður með því að auka aðgengi enn frekar að áfengi en nú er orðið. Börn geta ekki valið sér heimilisaðstæður og það búa ekki öll börn við heimilisfrið. Börn eiga hins vegar rétt á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu, án mismununar. Stjórnvöld þurfa því að tryggja sérstaklega vernd barna í óviðunandi aðstæðum gegn aukinni áfengisneyslu, vegna hinna neikvæðu afleiðinga sem af henni hljótast. Nú er brýnt að við sem samfélag finnum allar þær jákvæðu leiðir sem fyrirfinnast til að vinna saman á þessum tímum og að aðstoða allt samfélagið í gegnum erfiða stöðu vegna Covid 19. Ef einhvern tímann er þörf fyrir að standa með börnum, þá er það núna. Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og leggja sérstaka áherslu á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðandi netverslun með áfengi Kæra Áslaug Arna, Barnaheill þakka fyrir svar þitt við síðasta erindi okkar til þín. Í tilefni af twitter færslu þinni um að ef einhverntímann væri þörf á netverslun með áfengi væri það núna, vilja Barnaheill árétta: Ef einhvern tímann er EKKI þörf fyrir.. aukna hættu á heimilisofbeldi aukna hættu á ofbeldi gegn börnum aukna hættu á að börn búi við vanrækslu hættu á auknum kvíða barna og andlegum áföllum ... þá er það núna. Barnaheill hafa ekki aðeins áhyggjur af aðgengi barna og ungmenna að áfengi, heldur ekki síður af auknu aðgengi foreldra að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar neyslu þess, eins og fram kom í síðasta bréfi Barnaheilla til þín. Rannsóknir sýna að aukin áfengisneysla foreldra hefur neikvæð áhrif á börn. Áfengisneysla slævir huga og dómgreind fólks. Áfengisneysla þeirra foreldra sem nú þegar stunda hana stjórnlaust færist meira inn á heimilin sökum samkomubanns. Það ástand eykur álag á börn umtalsvert og kvíði þeirra eykst við að sjá foreldra sína í annarlegu ástandi. Með þessu er ekki verið að segja að enginn geti haft áfengi um hönd. En áfengi á ekki að hafa um hönd í kringum og innan um börn. Barnaheill skora á þig að bæta ekki á vanda barna sem búa við óöruggar uppeldisaðstæður með því að auka aðgengi enn frekar að áfengi en nú er orðið. Börn geta ekki valið sér heimilisaðstæður og það búa ekki öll börn við heimilisfrið. Börn eiga hins vegar rétt á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu, án mismununar. Stjórnvöld þurfa því að tryggja sérstaklega vernd barna í óviðunandi aðstæðum gegn aukinni áfengisneyslu, vegna hinna neikvæðu afleiðinga sem af henni hljótast. Nú er brýnt að við sem samfélag finnum allar þær jákvæðu leiðir sem fyrirfinnast til að vinna saman á þessum tímum og að aðstoða allt samfélagið í gegnum erfiða stöðu vegna Covid 19. Ef einhvern tímann er þörf fyrir að standa með börnum, þá er það núna. Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og leggja sérstaka áherslu á vernd gegn ofbeldi og vanrækslu. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun