Innlent

Meiri líkur á að hækkanir lífskjarasamningsins nái í gegn

Andri Eysteinsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur meiri líkur en minni á að launahækkanir sem samið var um í lífskjarasamningnum og taka eiga gildi um áramótin nái fram að ganga. Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. 

Þá segir Ragnar að svokölluð lífeyrisleið, að lækka tímabundið afborganir í lífeyrissjóð, hafi verið slegin út af borðinu en litið sé til þess að lækka tímabundið tryggingargjald til að komast til móts við efnahagslægðina nú.

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir hins vegar í samtali við Morgunblaðið að launahækkun um áramótin sé óraunhæf. Ekki sé þó tímabært að tjá sig um viðræður SA sem enn eigi eftir að fara fram.

Ragnar Þór sagði í síðustu viku að forsendur lífskjarasamningsins væru brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Þá kvað hann verkalýðshreyfinguna ekki munu standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×