„Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 21:00 Elfar Árni Aðalsteinsson raðaði inn mörkum fyrir KA á síðustu leiktíð. vísir/bára Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. Mörg félög berjast í bökkum þessar vikurnar og á Akureyri er ástandið erfitt eins og alls staðar annars staðar á landinu. Geir var í viðtalinu í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir stöðuna á Akureyri með Henry Birgi Gunnarssyni. „Þetta eru eins og trúarbrögð. Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA þá fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar,“ sagði Geir. „Við erum með samstarf í dag í kvennafótboltanum og kvennahandboltanum þar sem Þór og KA reka saman þessi félög.“ Hann bendir á það að ekki er langt síðan félögin voru sameinuð í handboltanum. „Það er ekki langt síðan að Akureyri handboltafélag var og hét og slitnaði upp. Það voru skiptar skoðanir í bænum um þá ákvörðun. Margir voru ósáttir við þá ákvörðun en menn höfðu sín rök í þeim efnum, hvort sem þau rök haldi enn í þessu ástandi. Það er gríðarlega erfitt að reka deildirnar í dag.“ „Félögin eru að tapa mikið af tekjum út af mótahaldi og út af mannfögnuðum. Það er miklu erfiðara að sækja styrki til fyrirtækja og svo framvegis. Ég held að það sé best að segja sem minnst, í minni stöðu, um Þór og KA. Ég held að menn séu fyrst og fremst að horfa á þessi minni félög og gera Þór og KA og stærri félög að þessum fjölgreinafélögum,“ sagði Geir áður en hann útskýrði það nánar. Það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Geir formaður ÍBA um KA og Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. Mörg félög berjast í bökkum þessar vikurnar og á Akureyri er ástandið erfitt eins og alls staðar annars staðar á landinu. Geir var í viðtalinu í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir stöðuna á Akureyri með Henry Birgi Gunnarssyni. „Þetta eru eins og trúarbrögð. Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA þá fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar,“ sagði Geir. „Við erum með samstarf í dag í kvennafótboltanum og kvennahandboltanum þar sem Þór og KA reka saman þessi félög.“ Hann bendir á það að ekki er langt síðan félögin voru sameinuð í handboltanum. „Það er ekki langt síðan að Akureyri handboltafélag var og hét og slitnaði upp. Það voru skiptar skoðanir í bænum um þá ákvörðun. Margir voru ósáttir við þá ákvörðun en menn höfðu sín rök í þeim efnum, hvort sem þau rök haldi enn í þessu ástandi. Það er gríðarlega erfitt að reka deildirnar í dag.“ „Félögin eru að tapa mikið af tekjum út af mótahaldi og út af mannfögnuðum. Það er miklu erfiðara að sækja styrki til fyrirtækja og svo framvegis. Ég held að það sé best að segja sem minnst, í minni stöðu, um Þór og KA. Ég held að menn séu fyrst og fremst að horfa á þessi minni félög og gera Þór og KA og stærri félög að þessum fjölgreinafélögum,“ sagði Geir áður en hann útskýrði það nánar. Það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Geir formaður ÍBA um KA og Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira