Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Kristján Már Unnarsson skrifar 22. apríl 2020 09:51 Stærsta verkið er breikkun Suðurlandsvegar í Reykjavík á kaflanum milli Vesturlandsvegar og Rauðavatns. Verkinu á að ljúka fyrir 1. nóvember. Vísir/KMU. Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. Meðal annars var verið að opna tilboð í fyrstu verkin á flýtilista Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. Stærsta útboðið, sem opnað var, er tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Fimm tilboð bárust og reyndust öll undir áætluðum verktakakostnaði upp á 491 milljón króna. Lægsta boð kom frá Óskataki ehf. í Kópavogi, upp á 402 milljónir króna, eða 82 prósent af áætluðum kostnaði. Næstlægsta boð átti Ístak, upp á 450 milljónir króna, eða 92 prósent af áætluðum kostnaði. Sjá nánar um verkið: Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Næst stærsta útboðsverkið er malbiksyfirlagnir á Norður- og Austursvæði árið 2020. Þar bárust þrjú tilboð og voru öll einnig undir kostnaðaráætlun upp á 320 milljónir króna. Lægsta boð átti Malbikun Akureyrar, upp á 265 milljónir króna, eða 83 prósent af áætlun. Bæta á innsigluna í Hornafjörð með gerð sandfangara.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður. Þriðja stærsta verkið er gerð sandfangara fyrir Hornafjarðarhöfn, 205 metra langs garðs milli Einholtskletta og Suðurfjöru. Tvö tilboð bárust, það lægra frá JG-vélum í Reykjavík upp á 179 milljónir króna, og reyndist það 90 prósent af 199 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í lagningu slitlags á Hamarsveg í Gaulverjabæ í Flóa átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi lægsta boð, 69 milljónir króna, eða 76 prósent af áætlun en öll þrjú tilboðin reyndust undir henni. Flest tilboðin, eða níu talsins, bárust í kantlýsingu fyrir Hvalfjarðargöng. Þar bauð Orkuvirki ehf. í Reykjavík lægst, eða 52 milljónir króna, sem reyndist 76 prósent af 69 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í gerð varnargarðs gegn Kötluhlaupum austan Víkur í Mýrdal bárust tvö tilboð, það lægra frá Framrás ehf. í Vík, 44 milljónir króna, eða 82 prósent af 54 milljóna króna áætlun, en það hærra var frá Snilldarverki ehf. í Riddaragarði á Hellu, upp á 49 milljónir króna, eða 92 prósent af áætlun. Hér má fræðast nánast um það verk: Verkin tvö sem fengu tilboð yfir áætluðum verktakakostnaði eru: Viðgerðir á malbikuðum slitlögum 2020-2022 á Vestursvæði, en þar átti Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas í Hafnarfirði lægra boð af tveimur, upp á 29 milljónir króna, eða 119 prósent af 24 milljóna króna áætlun. Hitt verkið er stækkun ferjubryggju í Flatey á Breiðafirði ásamt sjóvörn. Þar átti Bryggjuverk í Keflavík lægra boðið, 45 milljónir króna, sem er 125 prósent af 36 milljóna króna áætlun. Loks má nefna að fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur, ásamt smíði 17 metra langrar brúar. Þrjú tilboð voru öll yfir áætluðum verktakakostnaði, upp á 226 milljónir króna. Lægsta boð kom frá Tígri ehf. í Súðavík, 242 milljónir króna, sem var 107 prósent af áætlun. Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Akureyri Hornafjörður Flóahreppur Mýrdalshreppur Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. Meðal annars var verið að opna tilboð í fyrstu verkin á flýtilista Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. Stærsta útboðið, sem opnað var, er tvöföldun Suðurlandsvegar norðan Rauðavatns í Reykjavík, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi og Hádegismóum. Fimm tilboð bárust og reyndust öll undir áætluðum verktakakostnaði upp á 491 milljón króna. Lægsta boð kom frá Óskataki ehf. í Kópavogi, upp á 402 milljónir króna, eða 82 prósent af áætluðum kostnaði. Næstlægsta boð átti Ístak, upp á 450 milljónir króna, eða 92 prósent af áætluðum kostnaði. Sjá nánar um verkið: Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Næst stærsta útboðsverkið er malbiksyfirlagnir á Norður- og Austursvæði árið 2020. Þar bárust þrjú tilboð og voru öll einnig undir kostnaðaráætlun upp á 320 milljónir króna. Lægsta boð átti Malbikun Akureyrar, upp á 265 milljónir króna, eða 83 prósent af áætlun. Bæta á innsigluna í Hornafjörð með gerð sandfangara.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður. Þriðja stærsta verkið er gerð sandfangara fyrir Hornafjarðarhöfn, 205 metra langs garðs milli Einholtskletta og Suðurfjöru. Tvö tilboð bárust, það lægra frá JG-vélum í Reykjavík upp á 179 milljónir króna, og reyndist það 90 prósent af 199 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í lagningu slitlags á Hamarsveg í Gaulverjabæ í Flóa átti Borgarverk ehf. í Borgarnesi lægsta boð, 69 milljónir króna, eða 76 prósent af áætlun en öll þrjú tilboðin reyndust undir henni. Flest tilboðin, eða níu talsins, bárust í kantlýsingu fyrir Hvalfjarðargöng. Þar bauð Orkuvirki ehf. í Reykjavík lægst, eða 52 milljónir króna, sem reyndist 76 prósent af 69 milljóna króna kostnaðaráætlun. Í gerð varnargarðs gegn Kötluhlaupum austan Víkur í Mýrdal bárust tvö tilboð, það lægra frá Framrás ehf. í Vík, 44 milljónir króna, eða 82 prósent af 54 milljóna króna áætlun, en það hærra var frá Snilldarverki ehf. í Riddaragarði á Hellu, upp á 49 milljónir króna, eða 92 prósent af áætlun. Hér má fræðast nánast um það verk: Verkin tvö sem fengu tilboð yfir áætluðum verktakakostnaði eru: Viðgerðir á malbikuðum slitlögum 2020-2022 á Vestursvæði, en þar átti Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas í Hafnarfirði lægra boð af tveimur, upp á 29 milljónir króna, eða 119 prósent af 24 milljóna króna áætlun. Hitt verkið er stækkun ferjubryggju í Flatey á Breiðafirði ásamt sjóvörn. Þar átti Bryggjuverk í Keflavík lægra boðið, 45 milljónir króna, sem er 125 prósent af 36 milljóna króna áætlun. Loks má nefna að fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í gerð nýs 2,6 kílómetra vegarkafla í Ísafjarðardjúpi, um Hattardal í Álftafirði, sunnan Súðavíkur, ásamt smíði 17 metra langrar brúar. Þrjú tilboð voru öll yfir áætluðum verktakakostnaði, upp á 226 milljónir króna. Lægsta boð kom frá Tígri ehf. í Súðavík, 242 milljónir króna, sem var 107 prósent af áætlun.
Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Akureyri Hornafjörður Flóahreppur Mýrdalshreppur Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Malbikið lengist í Grafningi í sumar Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi. 14. apríl 2020 16:27
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57