Þingmaður VG lýsir vonbrigðum með viðbrögð ASÍ: „Er launafólk ekki fólk?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að viðbrögð ASÍ og sumra úr stjórnarandstöðunni við þeim aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum valdi sér vonbrigðum. Hann segir að aðgerðirnar snúist að sjálfsögðu fyrst og fremst um fólk og ekki þurfi annað en að lesa sig í gegnum allar aðgerðir ríkisstjórnirnar til þess að sjá það. ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna aðgerðanna og sagði þar að fyrirtæki myndu geta sótt sér fé í vasa almennings eftir óljósum leikreglum. Væri þetta óháð því hvort fyrirtækin virtu kjarasamninga eða viðhéldu störfum. Sagði í yfirlýsingunni að það væri lykilatriði við endurreisn efnahagslífsins að verja tekjur fólks og að aðgerðirnar ættu að snúast um fólk en ekki fjármagn. Langstærstur hluti útgjalda ríkissjóðs fari beint inn á reikninga launafólks Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Kolbeinn að vegna þessara viðbragða sé rétt að fara yfir staðreyndir varðandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann nefnir fyrst að langstærstur hluti útgjalda úr ríkissjóði hafi farið beint inn á reikninga launafólks og spyr hvort að launafólk sé ekki fólk. „Fyrirtæki sem var gert að loka starfsemi sinni fá allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, en 2,4 m.kr. að hámarki. Er starfsfólk þeirra 14 þúsund fyrirtækja ekki fólk? 600 milljónum er veitt í frístundastyrki til barna. Eru börn ekki fólk? 200 milljónir fara í stuðning til Barnahúss, Hjálparsíma Rauða krossins og félagasamtaka sem sinna ráðgjöf. Eru skjólstæðingar þeirra ekki fólk? Einyrkjar sem hafa orðið fyrir meira en 40% tekjufalli geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100% ríkisábyrgð. Eru einyrkjar ekki fólk? 1,5 milljarður króna fer í að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar. Er fatlað fólk ekki fólk? 500 milljónir króna vara í matvælasjóð. Er matur ekki fyrir fólk? Listamannalaun verða aukin um 250 milljónir króna og þeim fjölgað sem fá þau. Eru listamenn ekki fólk? Einn milljarður fer í launaauka til heilbrigðisstarfsfólk sem staðið hefur í framlínunni í baráttunni gegn veirunni. Er heilbrigðisstarfsfólk ekki fólk? 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga störfum fyrir námsmenn, allt að 3000 störf, og 800 milljónir í sumarnám. Eru námsmenn ekki fólk? 500 milljónir fara í að bæta þjónustu við fólk með geðræn vandamál. Er það ekki fólk? Einkareknir fjölmiðlar verða styrktir um 350 milljónir króna. Er starfsfólk þeirra ekki fólk? Þessi viðbrögð valda miklum vonbrigðum. Auðvitað snúast viðbrögð ríkisstjórnar undir foyrstu Katrínar Jakobsdóttur fyrst og fremst um fólk. Það þarf ekki annað en að lesa sig í gegnum allar þær aðgerðir sem stjórnin hefur gripið til, til að sjá að þannig er það,“ segir í færslu Kolbeins sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira