Ferðaþjónustan æf út í ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2020 14:35 Jóhannes Þ. Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður SAF, undirrita harðorða ályktun. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið fálega í tillögur Samtaka atvinnulífsins um að fresta launahækkunum og lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð nú þegar hagkerfið er í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja SAF segist fordæma þessa tregðu ASÍ - „enda verður neitun ASÍ ekki skilin á annan hátt en að verkalýðshreyfingin skorist undan ábyrgð sinni og hyggist ekki leggjast á árarnar með stjórnvöldum og atvinnulífinu á neinn hátt í þeirri lífsbaráttu sem íslensk ferðaþjónusta og efnahagslíf í heild stendur frammi fyrir næstu mánuði og ár,“ segja samtökin í harðorðri yfirlýsingu. Þau bæta um betur; segja að ekki sé lengur hægt að treysta ASÍ í þeim aðstæðum sem upp eru komnar, afstaða ASÍ sýni „fullkomið tómlæti“ gagnvart ábyrgðarhlutverki Alþýðusambandsins á vinnumarkaði og að með óbilgirni sinni muni ASÍ verða valdur að enn verri fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það eru fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Engir ferðamenn þar sem nánast allt flug í heiminum hefur lagst af og fáir Íslendingar vegna samkomubannsins.Vísir/Vilhelm Það sé þannig „óskiljanlegt með öllu“ að ASÍ vilji halda launahækkunum til streitu, þegar fjöldi fyrirtækja er nú tekjulaus í þessu árferði. „SAF benda á að mjög stór hluti þeirra umsókna um 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur sem borist höfðu vinnumálastofunun í gær voru frá ferðaþjónustufyrirtækjum og starfsfólki þeirra, sem sýnir svart á hvítu hve alvarleg staðan er í greininni.“ Ljóst er að SAF eru ekki þau einu ósáttu. Samtök atvinnulífsins hafa lýst miklum vonbrigðum með ákvörðun ASÍ, auk þess sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson hafa báðir sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í dag. „Ákvörðun ASÍ vinnur beinlínis gegn markmiðum aðgerða stjórnvalda um að styðja við atvinnulíf og að gera fyrirtækjum eins og kostur er kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólks,“ skrifa ferðaþjónustusamtökin og bæta við: „SAF telja því augljóst að afstaða ASÍ muni því miður koma niður á félagsmönnum sambandsins þar sem óhugsandi er að ferðaþjónustufyrirtæki geti nú uppfyllt launahækkanir nema með frekari niðurskurði á launakostnaði, m.a. með enn frekari uppsögnum. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni.“ Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni til þeirra hugmynda sem viðraðar hafa verið, sem draga myndu úr launakostnaði fyrirtækja. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa tekið fálega í tillögur Samtaka atvinnulífsins um að fresta launahækkunum og lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð nú þegar hagkerfið er í lamasessi vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja SAF segist fordæma þessa tregðu ASÍ - „enda verður neitun ASÍ ekki skilin á annan hátt en að verkalýðshreyfingin skorist undan ábyrgð sinni og hyggist ekki leggjast á árarnar með stjórnvöldum og atvinnulífinu á neinn hátt í þeirri lífsbaráttu sem íslensk ferðaþjónusta og efnahagslíf í heild stendur frammi fyrir næstu mánuði og ár,“ segja samtökin í harðorðri yfirlýsingu. Þau bæta um betur; segja að ekki sé lengur hægt að treysta ASÍ í þeim aðstæðum sem upp eru komnar, afstaða ASÍ sýni „fullkomið tómlæti“ gagnvart ábyrgðarhlutverki Alþýðusambandsins á vinnumarkaði og að með óbilgirni sinni muni ASÍ verða valdur að enn verri fjárhagsstöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Það eru fáir á ferli í miðbæ Reykjavíkur þessa dagana. Engir ferðamenn þar sem nánast allt flug í heiminum hefur lagst af og fáir Íslendingar vegna samkomubannsins.Vísir/Vilhelm Það sé þannig „óskiljanlegt með öllu“ að ASÍ vilji halda launahækkunum til streitu, þegar fjöldi fyrirtækja er nú tekjulaus í þessu árferði. „SAF benda á að mjög stór hluti þeirra umsókna um 25 þúsund umsóknir um hlutaatvinnuleysisbætur sem borist höfðu vinnumálastofunun í gær voru frá ferðaþjónustufyrirtækjum og starfsfólki þeirra, sem sýnir svart á hvítu hve alvarleg staðan er í greininni.“ Ljóst er að SAF eru ekki þau einu ósáttu. Samtök atvinnulífsins hafa lýst miklum vonbrigðum með ákvörðun ASÍ, auk þess sem Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson hafa báðir sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í dag. „Ákvörðun ASÍ vinnur beinlínis gegn markmiðum aðgerða stjórnvalda um að styðja við atvinnulíf og að gera fyrirtækjum eins og kostur er kleift að halda ráðningarsambandi við starfsfólks,“ skrifa ferðaþjónustusamtökin og bæta við: „SAF telja því augljóst að afstaða ASÍ muni því miður koma niður á félagsmönnum sambandsins þar sem óhugsandi er að ferðaþjónustufyrirtæki geti nú uppfyllt launahækkanir nema með frekari niðurskurði á launakostnaði, m.a. með enn frekari uppsögnum. Samtök ferðaþjónustunnar skora á Alþýðusamband Íslands að breyta afstöðu sinni.“
Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Vinnumarkaður Tengdar fréttir Villi Birgis hættir sem varaforseti ASÍ 1. apríl 2020 13:41 Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39 Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna. 1. apríl 2020 12:39
Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi. 1. apríl 2020 11:48