Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2020 18:30 Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót. Úrræði sem forysta ríkisstjórnarinnar kynnti í öðrum aðgerðarpakka sínum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins beinast helst að litlum og meðal stórum fyrirtækjum í landinu og lagt er upp með að fyrirtæki haldi ráðningarsambandi sínu við starfsfólk. Rekstraraðilar í ferðaþjónustu og veitinga- og þjónustugeira segja að ekkert hafi komið fram í gær sem gagnist í þeirra rekstri. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela.Vísir/Jóhann K. Úrræði úr fyrsta aðgerðapakkanum duga ekki lengur „Þessar leiðir sem voru kynntar í fyrsta pakka duga ekki lengur. Nú er staðan bara allt önnur. Við erum að horfa á það að áhrif Covid vara hér örugglega næstu tvö árin og þetta ár verði mjög erfitt,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Framkvæmdastjóri Eldingar tekur undir með Davíð. „Úrræðin sem komu í gær gera ekkert fyrir mitt fyrirtæki. Sjálfsögðu vorum við að vonast eftir miklu meiru. Maður var búinn að bíða eftir þessum fundi í heilan mánuð og þetta voru mikil vonbrigði,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.Vísir/Jóhann K. Ríkið þarf að hækka hlutfall í hlutabótaleiðinni Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna segja að 25% hlutabótaleiðin dugi ekki lengur og meira þurfi að koma til. Hækka þurfi hlutfall ríkisins svo fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk „Ef að það koma ekki alvöru aðgerðir núna fyrir mánaðamótin þá munum við sjá þetta hlutfall, mér skilst að það séu um fimmtíu þúsund manns sem eru annað hvort á hlutabótaleiðinni eða á atvinnuleysisbótum í dag, þá mun það margfaldast. Við erum að fara horfa á þúsundir uppsagna núna næstu mánaðamót,“ segir Davíð. „Við erum mörg að skoða bara núna hvort við séum ekki að fara í uppsagnir því að við treystum ekki, sérstakleg ekki eftir fund með ferðamálaráðherra í morgun sem var neikvæður. Þar var okkur gert ljóst að mörg fyrirtæki myndu ekki fara lifa þetta af,“ segir Rannveig. Hægt að bjarga fyrirtækjunum Rannveig og Davíð eru sammála um að eigi að bjarga fyrirtækjum þurfi að gera þeim kleift að leggjast í dvala. „Ef það verður hægt að fara í svona útfærslur þá mun það að sjálfsögðu hjálpa. Það mun ekki verða neinum til góðs að hér verði fjölda gjaldþrot,“ segir Davíð. „Já, því miður þá erum við að horfa fram á það að það verði fjöldagjaldþrot,“ segir Rannveig.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00 Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37 Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Umfangsmiklar aðgerðir og frekari uppsagnir hjá Icelandair Icelandair Group mun nú í aprílmánuði grípa til yfirgripsmikilla aðgerða sem fela bæði í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. 22. apríl 2020 17:00
Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum. 21. apríl 2020 22:37
Segja frekari aðgerðir nauðsynlegar gagnvart ferðaþjónustunni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir jákvætt að ríkisstjórnin aðstoði fyrirtæki sem þurfi á að halda. Ljóst sé að ferðaþjónustufyrirtæki geti nýtt úrræði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar en enn sé ljóst að taka þurfi á sérstæðum vanda geirans vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 21. apríl 2020 22:35